Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1993, Page 67

Strandapósturinn - 01.06.1993, Page 67
ísafirði. Gamla vinkona mín Ingunn Jónsdóttir var svo veik, að ég gat ekki talað við hana. Bað Jón og Guðbjörg okkur nú að ganga til stofu, og var rabbað um garnlar endurminningar til klukkan 7.30 síðdegis, að við urð- um að leggja af stað til að komast til Óspakseyrar um kvöldið, því að við vorum svo tímabundin með að ná í Goðafoss á Akureyri. Jón Þórðarson lét nú sækja hestana, söðlaði þá og reiddi okkur alla leið inn að Óspakseyri. Að lokinni viðstöðu á Eyri átti Jón þá eftir að komast heim um nóttina. A leiðinni frá Broddanesi kom- um við við á Broddadalsá. Þar hittum við Jón Brynjólfsson á hlaðinu ásamt sonurn hans, sem ég aldrei hafði séð, en voru nú álíka að aldri og við Jón þegar við þekktumst. Nú var komið hér steinhús, refabú og sjálfsagt fleira, sem ég ekki tók eftir. En með því að svo áliðið var orðið höfðurn við ekki tíma til að skoða breytingarnar. Nú var lagt af stað fyrir Stiga. Hafði ég aldrei farið þessa leið fyrr. Það hefur verið skrifað og sagt mikið um Almannagjá, og vekur hún óneitanlega hrifningu í hvert skifti, sem maður sér hana. En svo mikið er víst, að á þessari ferð fyrir Stiga urðum við fyrir ennþá meiri áhrifum af einhverskonar huldri tign náttúr- unnar. Á litlum spöl undir Stiga stendur enginn vegur árlangt. Þar orkar mannshöndin ekki móti hamförum náttúrunnar. Hér er vígvöllur þar sem brim og bjarg berjast ár eftir ár og öld eftir öld um völd, og hvorugt virðist vinna á öðru. Rétt hjá þessum hólm- göngustað er skrúðgræn grasbreiða efst á kletti, sjáanlega áhorf- endapallur fuglanna að þessurn endalausa hildarleik. Þegar þessi staður er að baki liggur leiðin inn í Bitrufjörð, og tekur þar við ógurleg grjótbreiða á löngu svæði, sem nær á milli kletta og sjávar. Þótt grjótið sé srnærra neðst, myndi það þó vera alófært fyrir hesta, ef ekki hefði verið unnið það „Grettistak“ að ryðja braut gegn um skriðuna. Mér varð á að spyrjaJón Þórðarson hvort ríki eða sýsla hefði kostað þetta verk. Hvorugt sagði hann. Það mun hafa verið Broddaneshreppur, árið 1880 eða 1881, en það var áður en hreppnum var skift í Óspakseyrarhrepp og Fells- hrepp. 65
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.