Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1993, Side 71

Strandapósturinn - 01.06.1993, Side 71
var ekki til annars en að bíða byrjar. Klukkan 4.30 síðdegis þann 20. júní kvöddum við Guðnýju og mann hennar Sigurð, en Magn- ús bað okkur stíga í bíl sinn ásamt konu sinni og dóttur. Leiðin lá nú kring um fjörð og út að Hvammstanga. Þangað komum við klukkan 7.30 í heimsókn til héraðslæknisins Torfa Bjarnasonar og frú Sigríðar Jónsdóttur. Fannst okkur við koma sem tapaðir en fundnir sauðir í hús hinnar ísfirsku húsfreyju, og vorum við þar til klukkan 11 að kvöldi. Magnús tók okkur þá aftur í bíl sinn og skilaði okkur að Reykjum um nóttina. Þar kvöddum við þau hjónin og dótturina með ánægjulegar endurminningar um gest- risni þeirra og samveru. Við höfðum beiðst gistingar á Reykjum með símtali frá Hvammstanga. Hafði frú Guðrún Jónsdóttir vak- að eftir okkur, því að við komum ekki þangað fyrr en klukkan 1 eftir miðnætti. Var nú tími til að sofa út og litast um á Reykjum næsta dag, því ekki var von á áætlanabílnum frá Reykjavík fyrr en síðari hluta dags. Við skoðuðum Reykjaskóla, sem nú var notaður sem sumar- gistihús fyrir ferðafólk. Er það myndarlegt hús með ágætri sund- laug og fimleikasal, prýðilegur staður fyrir leikvelli, en frekar skilst mér að lítið sé þar skjól fyrir köldustu áttinni, og líklega er þar óvistlegt þegar norðannæðingur eða hríðar eru. Frekar fannst mér húsið bera vott um slæmt viðhald. Þorsteinn Einarsson bóndi að Reykjum sagði mér, að þar hefðu ekki verið nema 7 nemendur síðastliðinn vetur, og fannst mér það verða dýr kennsla í tveimur deildum. Hinsvegar hafði verið vel sótt námskeið þá urn vorið. Nú bólar á bílum til Akureyrar. Við þökkuðum húsbónda og húsfreyju fyrir vel veittan beina og hlýlegar viðtökur, kveðjum þau og fjölskyldu þeirra. Þar var þá staddur tengdasonur þeirra hjóna, séra Konráð Gíslason. Nú var stigið um borð í áætlunarbifreiðina AE 32 klukkan 7 síðdegis. Óvænt fór bíllinn til Hvammstanga, og þaðan var ekið klukkan 8.30. Nú tók ég upp kortið. Eg hafði lært utan að nöfn fyrstu bæjanna, og var hreykinn af að geta sagt frá hvað þeir hétu, eins og ég væri Húnvetningur að ætt og uppruna. Ekki gat ég þó 69
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.