Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1993, Síða 78

Strandapósturinn - 01.06.1993, Síða 78
rétt inn fyrir lendinguna, þá var rokið svo mikið að það skóf yfir bátinn eins og þetta væri á sem steyptist yfir hann og allt þangað til við komum inn undir stekkinn. Þá fór að draga úr bárunni og var orðið lygnt þegar kom inn undir Malarhornið. Pabbi beið undir Malarhorninu því hann fylgdist með okkur þegar hann sá trilluna koma utan að. Þá vorum við búnir að vera 36 klukkutíma í túrn- um. Þá var nú ekki um séreldhús og þess háttar að ræða á þessum trillum eins og á nútímaskipunum. Maður gat ekki hlaupið til að fá sér matarbita eða aðra hressingu. Matarbiti var bara hafður með, en maður var orðinn lystugur þegar kom að landi. I þessum róðri höfðu átta tímar farið í það eitt að ná landi. Við komum um miðja nótt í land og til þess að pabbi þyrfti ekki að leggja það á sig að fara út eftir að Bjarnarnesi um nóttina tók ég að mér að sofa á gólfinu, því ég gat ómögulega fengið af mér að láta pabba gera það. Rúmið var nefnilega bara eitt og þar sváfum við bræðurnir venjulega. Ekki hafði ég neitt undir mér nema eitthvað undir höfðinu. En þegar ég reis upp um morguninn var ég býsna stirður og lerkaður. Ekki minnist ég þess að nein tilraun hafi verið gerð til að biðja skip að svipast um eftir okkur og þá var ekki um neinar reglu- bundnar slysavarnartilkynningar að ræða eins og nú er orðið og urn flugvélar var víst ekki heldur að ræða í þá daga. Það varð hver að bera ábyrgð á sjálfum sér, og færi betur ef það væri enn í hávegum haft. En lengi velti ég því fyrir mér hvernig það mátti vera að báturinn skyldi þola þetta. Þetta voðalega högg. Og eftir að ég kynntist bátasmiðum betur í Hafnarfirði, afbragðs báta- smiðum, var komist að þeirri niðurstöðu að báturinn hafi hvorki verið of nýr né of gamall. Þess vegna hafi hann þolað betur höggið. En eftir þessa útreið var honum mjög lítið róið eða eina viku eftir þetta og svo var eitthvað skroppið á færi áður en hann var settur upp. Það varð að sauma hann allan upp, svo saumbogn- aður var hann. Eftir það hætti hann að leka. 76
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Strandapósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.