Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1993, Page 95

Strandapósturinn - 01.06.1993, Page 95
góðri jörð. Þó held ég að sjórinn hafl átt betur við hann. Þar fann hann örugglega verðugan mótherja, enda lét hann sér fátt fyrir brjósti brenna á þeim slóðum, var ágætur stjórnandi og mátulega svalur, en það virtist Ægir konungur kunna að meta. Þetta sumar var fremur hagstætt til heyskapar, úrkomur ekki mjög miklar, sunnanvindar tíðir og sæmilegir þurrkar annað slagið. Heyskapnum lauk því með fyrra móti að þessu sinni og eftir það var strax minna að gera. Eitthvað fórum við í að tína sarnan rekavið til eldsneytis og að reiða heim mó, en enn var langt til fjallskila og þau ekki tímafrek á þessum slóðum. Ég bjóst því við að mín yrði ekki lengur þörf þar á bæ. En þá flaug Gunnna í hug að ekki væri úr vegi að bregða sér í smávegis ferðalag, svona undir lokin og vildi þá gjarnan hafa kaupamann föður síns með sér. Það reyndist auðsótt mál. Gömlu hjónin sem voru mér eins og foreldr- ar þessa mánuði vildu ekki með nokkru móti hafa af mér þá ánægju sem ég kynni að hafa af slíku ferðalagi. Við Gurnmi lögðum svo af stað snemma morguns á tveimur hestum austur yfir Ósinn og upp á Reykjarfjarðarháls í góðu veðri og hlýju. Hirninn- inn var að vísu hulinn skýjum en það var fjallabjart og hvergi þoku að sjá. Og það var nú fyrir öllu eins og menn orðuðu það. Þokan var hvimleið á þessum slóðum og gerði ferðamönnum stundum gramt í geði. I Reykjarfirði námum við staðar um stund og rædd- um við heimamenn um landsins gagn og nauðsynjar, svo sem tíðarfar, heyskap, trjáreka, selveiðar og stjórnmál, en að því loknu héldum við aftur af stað austur á bóginn. Ekki man ég lengur hvort við fórum svokallaða Fossadalsheiði eða um Sigluvík til Skjaldabjarnarvíkur og þaðan um svokallað Hjarandaskarð til Bjarnarfjarðar, en heim að bæ í Skjaldabjarnarvík sá ég, hvort sem það var nú á leiðinni austur eða í bakaleiðinni. Er niður í fjörðinn kom létum við klárana rölta smá spöl inn með ströndinni. En allt í einu beindi Gummi hesti sínum út í fjörðinn. Mér leist ekki á blikuna. Var maðurinn að sleppa sér? Ætlaði hann að hleypa hestinum á sund yfir fjörðinn kannski? Hvað átti ég að halda? En nokkurn veginn samtímis kallaði hann til mín og bað mig að elta sig, fjörðurinn væri hér örgrunnur og ekkert að óttast. Ég hlýddi en langt í frá með glöðu geði, kveið því óskaplega ef til þess kæmi 93
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.