Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1993, Page 103

Strandapósturinn - 01.06.1993, Page 103
von á strandi hvenær sem væri. Gurnmi leit við mér og sagði um leið og hann greip stýristaumana: „Ertu eitthvað banginn við þetta?“ En í sörnu andránni tók Gissur aðeins niðri á einhverri smánibbu þarna undir yflrborðinu. Mér brá, því góður spölur var að sjá til lands, ef illt ætti að ske. En félaga mínum brá ekki hið minnsta við þetta — sagði aðeins um leið og Gissur rann út af flúðinni: „Hver skrambinn, ég hélt hún væri austar.“ Það var auðheyrt að hér var hann kunnugur þó að honum skjátlaðist þarna lítið eitt. Ráðunautarnir í lúkarnum þutu í ofboði upp á þilfarið og þegar þeir sáu hvað langt var til lands urðu þeir greinilega flemtri slegnir. Gummi kallaði þá til þeirra og bað þá vera rólega, þetta væri eina nibban hérna og vegna þess hve lágsjávað væri hefði báturinn tekið niðri á henni. Þeir spurðu hvort nokkur leki hefði komið að bátnum? „Nei“ svaraði Gumrni um hæl. Eftir þessar upplýsingar hurfu farþegarnir aftur undir þiljur. Ekki löngu síðar komum við til Asparvíkur og þar yfirgáfu ráðunautarnir okkur og héldu sína leið. Við þekktum hvorugan þeirra en fréttum síðar að annar hefði verið þingmaður Húnvetn- inga um skeið og hin búnaðarráðunautur sunnan úr Dölum. A leiðinni til Norðurfjarðar að nýju lentum við í dimmum krapaéljum, og er við nálguðumst Kolbeinsvík sáum við lítið eða ekkert til lands. Einhvers staðar á þessu svæði var víst stakur boði eða blindsker, hættulegt þeim sem leið kynnu að eiga um þessar slóðir. Við skimuðum í allar áttir en urðum einskis varir. „Hann er hér einhvers staðar andskotans boðinn“ tautaði Gummi um leið og hann einblíndi út á sjávarflötinn. En allt í einu varð mér litið aftur um skut. Sá ég þá lítið eitt nær Iandi hvar alda reis og blánaði í toppinn en braut ekki heldur hneig aftur í far sitt hljóðalaust. „Ja, hver skrambinn, vorum við þá svona nálægt honum,“ sagði Gummi. Mig minnir að blindsker þetta væri kallað Hraunboði, en skal þó ekki fullyrða neitt um það. Við komum að Gjögri og ræddum þar við einhverja heimamenn sem báðu okkur lengstra orða að reyna ekki að fara fyrir ofan hann Létthöfða, en svo nefndu þeir blindsker nokkurt þar úti fyrir. Gummi fékkst ekki til að lofa neinu í því efni, kvaðst fara eftir sjólagi og sjávarföllum. Sér kærni ekki til hugar að fara að taka stefnu út í hafsauga til þess 101
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.