Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1993, Page 127

Strandapósturinn - 01.06.1993, Page 127
Hólmavík. Hún varð seinna kona Hjálmars Halldórssonar frá Tind í Miðdal. Það var ekki bara skólinn, sem ég þurfti að einbeita mér að þennan vetur, sem ég hefði þó helst viljað. Einhverra hluta vegna var ég látinn hirða tvo hesta allan veturinn. Eg er hræddur um að einhverjum krakkanum hefði þótt nóg um og erfitt um að hugsa, samfara því, að reyna að standa sig vel í skólanum. En hvað um það þetta varð ég að gera. Það var nokkru erfiðara fyrir það að heyið var á öðrurn stað, en stutt var í milli. Þessi vetur á Hólmavík hefur oft komið upp í hugann á langri leið. Hvernig það mátti ske, að tólf ára krakki var látinn gera slíka hluti, vitandi að það hlaut að koma niður á náminu í skólanum. Þetta væri sem betur fer ekki gert í dag. Að sjálfsögðu hlýt ég að hafa unnið fyrir fæði mínu þennan vetur, en fátítt mun það vera um dreng á þessum aldri. Hér komu til hin erfiðu skilyrði og lífsbarátta sem var í þá daga ansi hörð hjá fólkinu í landinu, og þarna var fyrirvinnan einstæð rnóðir, sem þurfti að sjá sér og sínum farborða, þekkti ekki annað frá unga aldri en þrotlausa vinnu, það eitt skipti máli ætti mann- fólkið að hjara í þessu landi. Svartnætti genginnar aldar var að mestu úr sögunni í kennslu- málum, það var komið fram á veturinn 1925, og allar aðstæður breyttar til þess betra. Skilningur á nauðsyn skólagöngu var að verða almennari, allir áttu rétt á skóla sem eðlilegir gátu talist. Sem fyrr segir var Finnur Magnússon okkar kennari og reynd- ist frábærlega vel, nemendur virtu hann og lærðu mikið hjá hon- um. Hann var maður hæglátur hafði góða hæfileika til að stjórna börnum. Mér hefur ætíð verið hlýtt til Finns síðan. Barnaskóla- húsið á Hólmavík var allrúmgott, og til rnarks um það voru leik- sýningar sem haldnar voru þar, þar til annað hús tók við. I innri enda skólahússins var sena. Hvort hún var búin til vegna sýninganna eða hafði verið þar frá upphafi man ég ekki. Þennan vetur var leikið leikritið „Skugga-Sveinn", eftir M.J. frá Skógum. Þetta mun hafa verið á útmánuðum. Eg hef aldrei gleymt þessari sýningu, enda sú fyrsta sem ég hafði séð. Þess vegna geymist hún svo lengi í minni. 125 L
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.