Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1993, Page 135

Strandapósturinn - 01.06.1993, Page 135
hann kæmi utanað. Inn að Grjótá var ég kominn eftir liðlega klukkutíma og sá ég að hún var í foraðsvexti. Ég hafði í þau 14 ár, sem ég var búinn að eiga póstleið yfir hana, aldrei séð hana í verri ham. Ég hafði trausta og vana ferðahesta og lagði því hiklaust út í, nokkru fyrir neðan vaðið sem almennt var farið. Áin var mjög djúp, svo að þegar ég var kominn í miðja ána rasaði hesturinn, sem ég reið, örlítið en um leið féll vatnsgusa yfir bóga hestsins fyrir framan hnakkinn. En á sarna augnabliki rétti hesturinn sig við og óð sterklega til lands. Hélt ég svo áfram ferð minni að Hrófbergi. Stóð ég þar við í tímakorn og símaði í Staðardalinn að Hólum og Stað að ég mundi ekki koma með póstinn þangað fyrr en vatnsföll minnkuðu. Fór þaðan yfir Staðarárósa og síðan heim. Nú segir af ferð Guðmundar. Nokkru eftir að ég fór frá Ósi kom hann að Ósá og var þegar sóttur yfir. Hann hafði gist á Hólmavík um nóttina eins og fyrr var sagt. Um morguninn áður en hann fór af stað varð tíðrætt um drauma. Meðal annars segir Guðmundur frá því, að sig hafi dreymt rétt áður en hann vaknaði um morguninn, að maður kæmi til sín og segði við sig: Klukkuna vantar 10 mínútur í 12. Við það vaknaði hann. Fannst Guðmundi sá draumur mundi hafa eitthvað að boða, en hvað það mundi vera vissi hann ekki eða gat ekki um. Eitthvað mun Guðmundur hafa staðið við á Innra Ósi en síðan fylgdi Sigvaldi, sem áður er getið, honum inn að Grjótá. Höfðu þeir með sér einn hest sem Sigvaldi var að temja og var lítið meir en hálftaminn. Þennan hest hugðist Sigvaldi lána Guðmundi yfir ána. Áin var eins og fyrr greinir í hroða vexti. En nú var háfjara. Töldu þeir ráðlegast að fara sem næst sjónum. En fram úr árkjaft- inum er djúpur áll sem ekki fellur út úr og má litlu muna ef nálægt sjónum er farið, að lenda ekki fram í álinn. Þegar nú Guðmundur keniur út í miðja ána, breytir hesturinn skyndilega stefnu og veður út í dýpið og þar á bólakaf. Guðmundur fór þó ekki af hestinum. Berast þeir svo spottakorn fram úr ósnum þá snýr hesturinn við og syndir nú að landi. En þegar hann á eftir nokkra faðma til að ná nyrðra landi snýr hann skyndilega við aftur og bárust nú maður og hestur sýnu lengra frá landi enda þungur straumur út úr ósnum. I þi'iðja sinn snýr hesturinn allt í einu við 133
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.