Strandapósturinn - 01.06.1994, Blaðsíða 21
aukning var hið besta búsílag fyrir byggðarlögin við Steingríms-
fjörð, en að vanda kom helmingur kvótans, eða 850 tonn, í hlut
Hólmvíkinga og Drangsnesinga. Sú breyting hafði þó orðið frá
árinu áður, að kvótinn var ekki lengur bundinn vinnslustöðvum í
landi, heldur eingöngu bátunum sem rétt hafa til veiðanna. Ekki
varð þó rnikil röskun á hlutfalli milli vinnslustöðva á þessu fyrsta
hausti nýja fyrirkomulagsins. Ef eitthvað var, stækkaði hluti
Strandamanna örlítið vegna rækjukvóta frá Hvammstanga sem
útgerð Hilmis ST-1 eignaðist með kaupum á fyrirtækinu Æður hf.
fyrir nokkrum árum. Til þessa hafði Hilmir jafnan lagt þessa
rækju upp á Hvammstanga, en með breyttum reglum er það ekki
lengur skylda.
Um haustið urðu nokkrar deilur um rækjuverð milli útgerðar-
manna og rækjukaupenda við Steingrímsfjörð, en með nýfengnu
frelsi gátu útgerðarmennirnir í raun selt rækjuna hvert á land sem
var. Samningar náðust þó að lokum, og var öll rækjan lögð upp í
heimahöfnum við fjörðinn. I lok ársins voru samningar um verð
lausir að nýju.
Innijarðarrækjuveiðarnar gengu mjög vel um haustið. Rækjan
var að vísu smá, en afli á togtíma var með því mesta sem sést hafði í
nokkur ár. Þar við bættist mikil eftirspurn og hækkandi verð.
Fyrir jól, þegar veiðum var hætt, var sýnt að þrátt fyrir aukinn
kvóta myndi innfjarðarrækjan ekki duga til að halda uppi fullri
vinnu í rækjuvinnslunni á Hólmavík og Drangsnesi. Onnur vaktin
af tveimur í húsinu á Hólmavík var þá lögð niður og fólki sagt upp
störfum í samræmi við það. I árslok leit því út fyrir talsvert
atvinnuleysi á Hólmavík í upphafi nýs árs.
Trillukarlar á Ströndum áttu fremur erfltt uppdráttar á árinu.
I sumum tilvikum stöfuðu erfiðleikarnir þó fremur af óhóflegri
fjárfestingu en aflabresti. Þrátt fyrir gott árferði voru gæftir mis-
jafnar fyrir minnstu bátana, og einnig hefur afli minnkað. Sem
fyrr var Sædís ST-17 aflahæsti báturinn í þessum stærðarflokki, og
í nóvemberlok þegar veiðitímabili smábáta lauk, hafði hún landað
um 68 tonnum í Hólmavíkurhöfn frá ársbyrjun. Arið 1993 var afli
Sædísar 93 tonn, en 168 tonn 1992!
Töluverð aukning varð á fiskvinnslu í Norðurfirði. Eins og árið
19