Strandapósturinn - 01.06.1994, Side 59
sem náði lítið lengra niður en sem svaraði fimm til sex metra.
Vagn sótti málið fast og á endanum lét Grímur tilleiðast að fara
með þeim upp til bjargsins. Er þangað kom vildi Vagn að karlinn
færi niður þar sem helst væri fengs von, en á því festarhaldi var
um þó nokkurt loftsig að ræða og kvaðst Grímur ekki treysta sér í
slíkt nú orðið. A þetta vildi Vagn ekki fallast og kvað þá til einskis
hafa farið upp eftir ef hann reyndi þetta ekki. Þjörkuðu þeir um
þetta góða stund eða þar til karl gaf sig, klæddi sig í festaraugað og
bað brúnarmennina að gefa, sem kallað var. Um leið og hann
hvarf frani af brúninni sýndist félögum hans eins og það vottaði
fyrir glettnislegu brosi á vörum gamla mannsins, en í ákafanum
við að koma karlinum fram af tók Vagn ekkert eftir því. Grími gat
þó tæpast verið hlátur í hug, tuldruðu brúnarmennirnir, svo
mikið hafði hann haft á móti því að fara þarna niður. Það lá nærri
að þeir vorkenndu honum. „Það er alveg óþarfi“ andmælti Vagn,
„karlinn klárar sig, þekkir þetta allt eins og fingurna á sér“ og beit
um leið ájaxlinn eins og til að leggja áherslu á það sem hann var að
halda fram. Samt sem áður leyndi það sér ekki að hann var í vafa
um að fyrirætlunin heppnaðist. Þannig hagar til á þessu festar-
haldi að um það bil f5 metrum neðan við bjargbrúnina var lítil
grasivaxin silla og inn af henni lægð í bergið. Þar settist Grímur og
togaði niður yfir sig festina. Þegar brúnarmennirnir hættu að gefa
eftir hætti sá gamli að toga í og beið þarna þess er verða vildi. Fram
úr sillunni og niður í loftsigið hvarflaði aldrei að honurn að fara.
Þeim sem uppi voru þótti undarlegt hvað karlinn var léttur í
loftsiginu og þegar festin var komin á enda fann Vagn að ekki
mundi allt með felldu, sendi mann út á nef þar nærri og sá þá
hvernig í öllu lá. Grímur hafði aldrei farið lengra en niður á
silluna og af því stafaði brosvipran á vörum karls þegar hann lét
gefa sig fram af brúninni. Vagn varð öskuvondur og skipaði að
draga karlinn upp hið skjótasta og ætlaði nú aldeilis að taka hann
til bæna. Af því varð þó ekki, fann mátulega snemma að hann gat
ekki án Gríms verið ef dagurinn átti ekki að fara til ónýtis. Bróðir
Gríms, sem þótti (eins og þeir fleiri bræður og systkini) stundum
nokkuð orðheppinn, skopaðist síðar að þessu tiltæki gamla
mannsins og orðaði það eitthvað á þessa leið: „Honum er ekki
57