Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1994, Page 59

Strandapósturinn - 01.06.1994, Page 59
sem náði lítið lengra niður en sem svaraði fimm til sex metra. Vagn sótti málið fast og á endanum lét Grímur tilleiðast að fara með þeim upp til bjargsins. Er þangað kom vildi Vagn að karlinn færi niður þar sem helst væri fengs von, en á því festarhaldi var um þó nokkurt loftsig að ræða og kvaðst Grímur ekki treysta sér í slíkt nú orðið. A þetta vildi Vagn ekki fallast og kvað þá til einskis hafa farið upp eftir ef hann reyndi þetta ekki. Þjörkuðu þeir um þetta góða stund eða þar til karl gaf sig, klæddi sig í festaraugað og bað brúnarmennina að gefa, sem kallað var. Um leið og hann hvarf frani af brúninni sýndist félögum hans eins og það vottaði fyrir glettnislegu brosi á vörum gamla mannsins, en í ákafanum við að koma karlinum fram af tók Vagn ekkert eftir því. Grími gat þó tæpast verið hlátur í hug, tuldruðu brúnarmennirnir, svo mikið hafði hann haft á móti því að fara þarna niður. Það lá nærri að þeir vorkenndu honum. „Það er alveg óþarfi“ andmælti Vagn, „karlinn klárar sig, þekkir þetta allt eins og fingurna á sér“ og beit um leið ájaxlinn eins og til að leggja áherslu á það sem hann var að halda fram. Samt sem áður leyndi það sér ekki að hann var í vafa um að fyrirætlunin heppnaðist. Þannig hagar til á þessu festar- haldi að um það bil f5 metrum neðan við bjargbrúnina var lítil grasivaxin silla og inn af henni lægð í bergið. Þar settist Grímur og togaði niður yfir sig festina. Þegar brúnarmennirnir hættu að gefa eftir hætti sá gamli að toga í og beið þarna þess er verða vildi. Fram úr sillunni og niður í loftsigið hvarflaði aldrei að honurn að fara. Þeim sem uppi voru þótti undarlegt hvað karlinn var léttur í loftsiginu og þegar festin var komin á enda fann Vagn að ekki mundi allt með felldu, sendi mann út á nef þar nærri og sá þá hvernig í öllu lá. Grímur hafði aldrei farið lengra en niður á silluna og af því stafaði brosvipran á vörum karls þegar hann lét gefa sig fram af brúninni. Vagn varð öskuvondur og skipaði að draga karlinn upp hið skjótasta og ætlaði nú aldeilis að taka hann til bæna. Af því varð þó ekki, fann mátulega snemma að hann gat ekki án Gríms verið ef dagurinn átti ekki að fara til ónýtis. Bróðir Gríms, sem þótti (eins og þeir fleiri bræður og systkini) stundum nokkuð orðheppinn, skopaðist síðar að þessu tiltæki gamla mannsins og orðaði það eitthvað á þessa leið: „Honum er ekki 57
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.