Strandapósturinn - 01.06.1994, Side 63
það stundum öðru vísi en systirin. Eitt sinn var Gerða á norðurleið
með einu af strandferðaskipunum og voru systkinin eitthvað
óánægð með veðurspána, taldi Guðrún að illt gæti orðið í sjóinn
fyrir Hornið í slíku veðurútliti. Grímur samsinnti því en gat þess
þá, að þetta væru stór og öflug skip, sem þyldu volkið vel. Þeim
grandaði tæpast neitt nema ef svo ólánlega vildi til að þau rækjust
á tundurdufl. Lítil huggun varð systurinni að þessum síðustu
ábendingum Gríms en svona voru þær oftast. Þessi tilsvör voru að
ég hygg eins konar ættarfylgja, eitthvað sem þessu fólki var ósjálf-
rátt.
Nokkru eftir að þau Grímur og Gunna fluttu að Nesi í Grunna-
vík og Friðgerður var farin að búa á Dalvík voru þær mæðgur að
tala saman í síma og segja hvor annarri fréttir úr sínum heimahög-
um. Var Gerða m.a. að útskýra nýlega afstaðna jarðarför þar í
þorpinu. Þótti sú athöfn í styttra lagi og í einhverjum flýti að henni
staðið. Grímur komst ekki hjá því að hlusta á það sem fram fór og
er þær mæðgur höfðu lokið samtalinu sagði hann: „Þeir eru ekki
lengi að jarda á Dalvík, þeir yrdu ekki lengi að jarda þig Gunna,
vinna allt í akkordi. Maður myndi ekki ljúka við að beita eina lóð á
meðan þeir væru að jarda. Dugnaðarmenn á Dalvík, áá, áá’.“
Sögurnar um tilsvör Gríms hafa borist mér frá fólki sem varð
honurn lengur samferða á lífsleiðinni en ég og hefi ég reynt að
korna þeim til skila eftir efnum og ástæðum. Ýmsu hef ég reynt að
hagræða til þess að það félli nær málfari þessa einstæða manns og
vona að mér verði það fyrirgefið.
Að lokum langar mig svo til að hnýta hér aftan við síðustu
söguna sem ég heyrði af tilsvörum hans. Hún ber það með sér
meðal annars, að fátt mun hafa náð að raska ró hans eða koma
honum úr jafnvægi. Það var haft eftir Grími, ef góðviðri hélst
lengur en einn eða tvo daga í senn, að nú væri Strandaveður og
átti þá við Hornstrandir. Um leið og vora tók greip útþráin hann
og þó að hann væri nú tekinn fast að eldast héldu honum engin
bönd. A undanförnum áratugum hafði karlinn með hvíta trefil-
inn birst í námunda við björgin og enn skyldi farið á fornar slóðir,
þótt flest væri breytt frá því sem áður var , sveitin að mestu farin í
eyði og bjargsig smátt og smátt að leggjast af nema sem sport
6f