Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1994, Side 71

Strandapósturinn - 01.06.1994, Side 71
an.“ Ja, hún mamma, hún gaf þvíengan gaum hve hjörtun í okknr hömuðust enn af hræðslunni við hlöðumanninn. Samt leið ekki á löngu þar til við áræddum að líta aftur út um bæjardyrnar. Skuggalegi maðurinn sat enn á steininum en var nú tekinn að ókyrrast nokkuð og litlu síðar reis hann á fætur, gekk nokkra hringi umhverfis húsið og nam eitthvað staðar á göngunni þeim megin sem frá okkur sneri en hélt síðan áleiðis heim að bænum. Hann barði ekki að dyrum, því að þess þurfti ekki við, dyrnar stóðu venjulega opnar í vorblíðunni og hver sem var gat hindrun- arlaust gengið þar út og inn að vild sinni. Huldumaðurinn gekk því nokkurn veginn hiklaust inn göngin og nam ekki staðar fyrr en inni á gólfinu undir baðstofuloftinu. Þar hitti hann móður mína, heilsaði henni hljóðlega og bað hana með sinni huldu- mannsrödd að gefa sér eitthvað að borða: „Eg er svangur, Jóna,“ sagði hann eins og hann væri að afsaka framkomu sína. „Eitthvað verðum við að bæta úr því,“ svaraði mamma og bauð honum að ganga upp í baðstofuna. Hann lét ekki segja sér það tvisvar, flýtti sér npp stigann og settist á rúrnið næst opinu. Litlu síðar kom mamrna upp á loftið með mat á diski, sem hún færði honum. Hann tók fegins hendi við matnum og var enga stund að ryðja því í sig sem fyrir hann var borið. Að því loknu hallaði hann sér aftur á bak upp í rúmið, lagði húfugarminn sinn yfir andlitið og ekki leið á löngu þar til við heyrðum að hann var farinn að hrjóta. Þannig svaf hann að mestu til kvölds, en þá spratt hann á fætur og rölti út í kvöldhúmið án þess að yrða á nokkurn mann. Hvert hann fór höfðum við krakkarnir enga hugmynd um en sennilega hefur hann skriðið inn í einhverja fjárhúshlöðuna. Þetta endurtók sig nokkrum sinnum, að mig minnir, að hann birtist að morgni eftir að pabbi hvarf til verka sinna, bað mömmu um eitthvað í svanginn ósköp vandræðalega, eins og hann sárskammaðist sín fyrir kvabb- ið, en að málsverði loknum hallaði hann sér eins og áður, svaf mest allan daginn og hvarf svo á braut að kveldi. Við bræður vorum nú að mestu búnir að ná tökum á skelfing- unni sem greip okkur þegar að huldumaðurinn birtist í hlöðudyr- unum, enda stappaði mamma í okkur stálinu og bað okkur að láta hann ekki sjá að við værum hræddir við hann. „Hann á bara 69
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.