Strandapósturinn - 01.06.1994, Qupperneq 71
an.“ Ja, hún mamma, hún gaf þvíengan gaum hve hjörtun í okknr
hömuðust enn af hræðslunni við hlöðumanninn. Samt leið ekki á
löngu þar til við áræddum að líta aftur út um bæjardyrnar.
Skuggalegi maðurinn sat enn á steininum en var nú tekinn að
ókyrrast nokkuð og litlu síðar reis hann á fætur, gekk nokkra
hringi umhverfis húsið og nam eitthvað staðar á göngunni þeim
megin sem frá okkur sneri en hélt síðan áleiðis heim að bænum.
Hann barði ekki að dyrum, því að þess þurfti ekki við, dyrnar
stóðu venjulega opnar í vorblíðunni og hver sem var gat hindrun-
arlaust gengið þar út og inn að vild sinni. Huldumaðurinn gekk
því nokkurn veginn hiklaust inn göngin og nam ekki staðar fyrr
en inni á gólfinu undir baðstofuloftinu. Þar hitti hann móður
mína, heilsaði henni hljóðlega og bað hana með sinni huldu-
mannsrödd að gefa sér eitthvað að borða: „Eg er svangur, Jóna,“
sagði hann eins og hann væri að afsaka framkomu sína. „Eitthvað
verðum við að bæta úr því,“ svaraði mamma og bauð honum að
ganga upp í baðstofuna. Hann lét ekki segja sér það tvisvar, flýtti
sér npp stigann og settist á rúrnið næst opinu. Litlu síðar kom
mamrna upp á loftið með mat á diski, sem hún færði honum.
Hann tók fegins hendi við matnum og var enga stund að ryðja því
í sig sem fyrir hann var borið. Að því loknu hallaði hann sér aftur á
bak upp í rúmið, lagði húfugarminn sinn yfir andlitið og ekki leið
á löngu þar til við heyrðum að hann var farinn að hrjóta. Þannig
svaf hann að mestu til kvölds, en þá spratt hann á fætur og rölti út í
kvöldhúmið án þess að yrða á nokkurn mann. Hvert hann fór
höfðum við krakkarnir enga hugmynd um en sennilega hefur
hann skriðið inn í einhverja fjárhúshlöðuna. Þetta endurtók sig
nokkrum sinnum, að mig minnir, að hann birtist að morgni eftir
að pabbi hvarf til verka sinna, bað mömmu um eitthvað í svanginn
ósköp vandræðalega, eins og hann sárskammaðist sín fyrir kvabb-
ið, en að málsverði loknum hallaði hann sér eins og áður, svaf mest
allan daginn og hvarf svo á braut að kveldi.
Við bræður vorum nú að mestu búnir að ná tökum á skelfing-
unni sem greip okkur þegar að huldumaðurinn birtist í hlöðudyr-
unum, enda stappaði mamma í okkur stálinu og bað okkur að láta
hann ekki sjá að við værum hræddir við hann. „Hann á bara
69