Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1994, Page 73

Strandapósturinn - 01.06.1994, Page 73
síðan út í þar sem dýpið var hvað mest. Þær þorðu ekki að nota vaðið af ótta við að missa sjónar á huldumanninum og eltu hann því báðar út í hylinn. Augnabliki síðar stóð Gauji á bakkanum hinum megin og horfði storkandi á konurnar skjálfandi og skít- hræddar feta sig áfram yfir álinn á eftir honum. Þær voru um það bil að missa fótanna þegar þær skreiddust að landi holdvotar upp undir mitti. Er heim kom hefur Gauji sjálfsagt fengið einhverjar ávítur fyrir tiltækið, en flest var honum nú samt fyrirgefið af þeirn sem þekktu hann og vissu vandkvæði hans. I svokallaðri Kerlingarvík við Þaralátursfjörð geymdu bændur nærliggjandi staða stundum lítinn árabát sér til hagræðis. Eitt- hvert sinn á flakki sínu átti Gauji leið þarna um, sá bátinn, tók hann traustataki og reri út að Horni, að því er sumir halda fram, og aftur til sama lands eftir skamma dvöl þar vestra. Að fenginni vitneskju um þessa för Gauja tóku eigendur kænunnar upp þann sið, að hafa árarnar úr henni heim með sér eftir notkun hverju sinni og komn þannig í veg fyrir að Gauji gæti notað farkost þennan til fleiri sjóferða. Aðra sögu heyrði undirritaður af þessari Bjarmalandsför Guð- jóns og hana munu fleiri hafa heyrt þó ekki sé nú hægt að sanna að hún hafi við rök að styðjast og að botninn úr henni sé, því ntiður, suður í Borgarfirði, eins og þar stendur. Hún er einhvern veginn á þessa leið svo langt sem hún nær. Guðjón mun hafa tekið bátinn þarna austurfrá, en hann réri honum ekki út að Horni heldur vestur um Strandir og þaðan til hafs. Hvort hann hefur hugsað sér að halda til Grænlands eða eitthvað ennþá lengra verður aldrei ráðið, en nokkrum dögum síðar varð litla fleytan hans á leið fiskiskips, sem var að veiðum þarna djúpt út af Kögri. Skipverjum sýndist fyrst báturinn vera mannlaus, en er þeir nálguðust hann kom í ljós að maður lá fyrir í barkanum og hreyfði sig ekki þótt talsvert af sjó væri komið í fleytuna. Þeir héldu því fyrst að hann væri látinn, en brátt kom í ljós að svo var ekki. Hins vegar var hann nær dauða en lífi af vosbúð og hungri. Skipverjar tóku karlinn þegar um borð til sín og hlynntu að honum eftir föngum. Skekt- una höfðu þeir síðan í togi til lands. Hvert þeir fóru með karlinn og skektuna er ekki ljóst og hvernig hún komst aftur heim í 71
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.