Strandapósturinn - 01.06.1994, Síða 107
upp. Og þá var ball um hvurja helgi, já, bara heimaböll í einu húsi
hérna, já, já. En ég er alveg hættur að spila núna. Eg á mikið af
spólum með harmonikkulögum sem Jakob minn hefur tekið upp
fyrir mig. Eg á fleiri fleiri spólur af því, en þér að segja, þá er ég
dálítið vandlátur, ha.
Veðurfar og búskapur
Ég er búinn að vera með veðurathugun hér í tuttugu ár líklega.
Og tíðarfar var upp og niður þá eins og enn. Þá kom ís oftast nær
markvisst á hverju ári, svo voru bara ísaleysis ár í þrjátíu ár. Það
sást ekki einn einasti ísjaki, en svo kom talsvert mikill ís nú fyrir
nokkrum árum. Ég man nú ekki alveg hvenær. Þá fylltist alveg
fjörðurinn hérna sko og allt saman út úr. Það hafa einnig verið
misjafnlega miklir snjóavetrar inn á rnilli, þó man ég eftir skal ég
segja þér eftir svo góðum vetri að það kastaði úr tveimur smá
éljum allt árið, allan veturinn sko. Þá var vel fært og allir labbandi
eða á hestbaki, þeir sem áttu truntu einhverja. Ég hef aldrei verið
gefinn fyrir sauðfé, nema þá að éta það. Ég hafði nokkrar kindur
alltaf svona bara til að hafa fyrir mig til að éta. Belju átti ég líka
einu sinni og ég var þeirri stundu fegnastur þegar hún hrökk upp
af. Ég sveik af mér allt sumarið við að heyja fyrir henni og rótar
fiskur eins og hann var. Maður var alltaf að slá allt með ljá og orfi
og svo voru þurrkarnir misjafnir, þá var ekki vothey. Ekki þar
fyrir, ég þurfti svo sem ekki að hafa belju. Sveitungar mínir hérna,
þeir létu mig hafa hérna alltaf mjólk, eins og þeir gera enn í dag,
það held ég.
Ja, og parna fékk ég fjóra seli, skal ég
segja pér í tveimur skotum
Ég kann náttúrulega ýmsar veiðisögur. Það eru bæði refir og
það eru sprökur og það eru selir en bjarndýr hef ég aldrei skotið.
Þó að ég hafi skotið fleiri hundruð seli þá get ég ekki sagt neitt
sögulegt um þá, nema það að ég skaut og annað hvort lá hann eða
ekki hann lá.
105