Strandapósturinn - 01.06.1994, Page 118
Óhljóðin við Gálgaholt
En það er eitt sko sem er dáldið dularfullt skal ég segja þér, það
er þarna fyrir innan vitann, það er holt sem heitir Gálgaholt, en ég
veit nú eiginlega ekki af hverju það heitir það. En pabbi var búinn
að segja frá því, að hann hefði orðið var við nokkrum sinnum, ekki
þó mjög oft, einkennilegt hljóð þarna úr holtinu, þarna. Og við
erum einu sinni að labba heim frá vitanum austur klettana sem
kallað er, þá kom þaðan ámátlegt óhljóð maður. Svo hef ég verið
að segja þeim það strákunum mínum. En svo er það núna fyrir, ja
hvað ætli það sé sex, átta ár síðan, átta eða tíu ár síðan. Þá erum við
með grásleppunet þarna frarnmi af vitanum, Jakob og ég, svo
hann getur borið um þetta líka. Þá koma þessi ámátlegu óhljóð,
það var hvíta logn og fínt veður, ég get ekki einu sinni lýst hvernig
óhljóð þetta eru. Og Óli hann segist vera búinn að verða var við
þetta líka. Þetta er sannleikur. Ég var að hugsa um það að þetta
væri ekki ólíkt þessum útburðarveinum sem var verið að tala um.
Ég veit nú ekki hvernig þau hafa verið sko. Þetta er sannleikur, þú
getur spurt hann Jakob hérna; hann er búinn að heyra þetta eins
greinilega og við, við hlustuðum á það, það stóð náttúrulega ekki
lengi yíir en nógu lengi til þess. Og Óli hann segist hafa orðið var
við þetta, einu sinni líka. Hann var þá í kríueggjaleit einhver
staðar þarna út frá. Það var ekki þoka þegar við Jakob heyrðum
þetta, en þegar við pabbi löbbuðum þarna heim þá var þoka og
hvítlogn. Ja, éger ekki frá því að það geti verið eitthvað svona, það
getur verið til svo margt þó maður viti ekki um það.
Heldur þú virkilega að við höfum aldrei verið til fyrr en núna,
lifað í nokkur ár og drepist síðan út, algjörlega án þess að vera
nokkurn tíma til meir. Hvernig getur þú látið þér detta svona í
hug, þú hugsar bara ekki lit í það. Þú ert þó viss um að þú sért
lifandi núna, já já þú lifir nú góðu lífi. Heyrðu, nei ég veit það
ekki, ég hefði haldið það að það væri eitthvað. Utlendingar hafa
sagt það til dæmis að það hafi komið fyrir, þó ég hafi enga trú á
því, sko að fólk sem fætt er bara til dæmis í Indlandi, að stúlka man
eftir sér nákvæmlega á sama stað og hún var í fyrra lífi sko, áður en
hún dó. Hún fæðist svo aftur á sama stað, þekkir húsið, þekkir
116