Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1994, Page 127

Strandapósturinn - 01.06.1994, Page 127
gangandi norður að Dröngum í fylgd með Einari föðurbróður sínum en erindi hans þangað var að fara með póst. Þá bjó á Dröngum Eiríkur Guðmundsson og var þetta síðasta árið hans þar. Við vorum þá viku um kyrrt á Dröngum í góðu yfirlæti. Mér fannst sérstakur eða kannski einstakur andi og menningarbragur á heimilinu, sem kom meðal annars frarn í því að á kvöldin settist fólkið að í eldhúsinu og Eiríkur tók frarn bók og las fyrir fólkið. Hann gerði stundum hlé á lestrinum og ræddi um efni bókarinn- ar. Mér er enn í minni hvaða bók hann las þessa viku sem ég var þarna, en það var bókin Útnesjamenn eftir Jón Thorarensen. Ég hef ekki síðan heyrt þá sögu betur lesna og á að hlýða en þarna. Meðan ég rifja þetta upp hefur okkur skilað vel áfram og erum nú að nálgast Skjaldabjarnarvík. Ég hafði ætlað mér að sigla grunnt fyrir Þúfurnar. En það braut mikið á Þúfnaboðunum svo ég ákvað að fara frarn fyrir þá. Séra Jóni fannst þessi stefnubreyting eitt- hvað undarleg og vildi vita af hverju ég stefndi til hafs. Ég sagði honum að þar sem ég væri með um borð dýrmætan fram, þar á rneðal þrjá Guðsmenn, þá vildi ég síður að það færi fyrir þeim eins og kom fyrir aðra Guðsmenn fyrir rnargt löngu, nefnilega Guð- mund Arason síðar biskup og fóstra hans Ingimund, en þeir lentu hér í sjóvolki á Þúfnaboðum, sem varð til þess að Guðmundur braut fót svo illa „að horfðu þangað tær er hæll skyldi". Þá saknaði Ingimundur fóstri hans bókakistu sinnar. Þá þótti honum hart um höggvast, því þá var farið yndi hans er bækurnar voru farnar, en maður sá meiddur er hann unni mest. Fimm nóttum síðar fannst bókakistan rekin á Dröngum, og þar dvaldist Ingimundur allt til Marteinsmessu við að þurrka bækur sínar. I Skjaldabjarnar- vík blasir við neyðarskýli sem nýlega var reist. Það var byggt fyrir fé sem safnast hafði vegna áheita á Hallvarð Hallsson sem hvílir í S kj ald abjar narvík. Út af Skjaldabjarnarvík duttu samræður niður um stund, og hinir geistlegu nienn drúptu höfði og ályktuðum við Reynir þá að nú væru þeir að sinna tilkynningarskyldunni við almættið og við fengum fljótlega sannanir fyrir því, að þeir hefðu náð sambandi, því nú slétti alveg úr öldunni sem hafði verið töluverð. Og þegar 125
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.