Strandapósturinn - 02.01.2008, Síða 35
35
lok október eða byrjun nóvember í eimingarstöð sem ungverska
ríkið starfrækir, enda er brennsla sterkra drykkja „bönnuð“ borg-
urunum og því ekki við hæfi að útlendingar brjóti þau lög og
reglur sem um þetta gilda, þó innlendir stundi slíka framleiðslu
að verulegu marki í heimahúsum að talið er, en fer þó leynt.
Fleiri ávextir svo sem perur henta vel til framleiðslu á vinsælum
snafs, perusnafs, þó það hafi ekki verið gert í Vínlandi enn sem
komið er. Áður var minnst á vínberjahratið sem einnig er gott til
snafsgerðar og nú 2007 byrjuðum við á að gera kirsuberjasnafs,
sem er þekktur ungverskur gæðasnafs.
Lokaorð
Sennilega stunda fáir Íslendingar vínrækt og víngerð á erlendri
grund, en þessi starfsemi tveggja Strandamanna í Ungverjalandi
og hér hefur verið lýst, er þó sjálfsagt ekki einsdæmi. Þessi ræktun
er að sjálfsögðu aðeins tómstundagaman og í reynd er verið að
gera veruleika úr áratuga gömlum draumi. Ekki hefur verið ráðist
í að koma framleiðslunni á markað, enda magnið lítið og vand-
fundinn markaður sem henta mundi fyrir 300–500 lítra vínfram-
leiðslu, jafnvel íslenski markaðurinn verulega of stór. Augljóst er
einnig að innflutningur til annarra landa kallar á kostnaðarsöm
gæðavottorð og mikla fyrirhöfn. Markaðurinn í Ungverjalandi er
yfirfullur af ódýrum og góðum ungverskum vínum svo og vínum
innfluttum frá Ítalíu og fleiri löndum svo þar eru sölumöguleikar
litlir og lítt áhugaverðir. Vínframleiðslan í Vínlandi fer því til eig-
in nota og til að slökkva þorsta gesta og gangandi. Geta má þess
að nokkrir íslenskir ferðahópar hafa komið við í vínkjallaranum í
Vínlandi til að smakka á íslensku víni fjarri heimabyggð og láta
menn yfirleitt í ljós ánægju með gæði vínsins.
Einnig má geta þess að athygli vekur meðal Ungverja að Íslend-
ingar stundi vínrækt og víngerð hér á Balatonsvæðinu, sem er eitt
af þekktari vínræktarsvæðum Ungverjalands. Þeim finnst reyndar
með ólíkindum að fólk norðan úr Dumbshafi fáist við slíka iðju,
sem þeir telja vera og er auðvitað órafjarri reynsluheimi norð-
urhjarans. Einnig vekur nafn vínekrunnar mikla athygli en það er
skráð með áberandi hætti á sumarhúsið og sést nafnið Vínland
vel frá götunni. Ungverjarnir spyrja oft hvað þetta nafn þýði og
fær undirritaður því gott tækifæri til að greina þeim frá landa-