Strandapósturinn - 02.01.2008, Blaðsíða 77
77
skólans.“[13] Já, einkunnir þessa skólapilts voru sannarlega góðar
nema í stærðfræði.
Sá Sigurbjörn, sem hér er nefndur, er Einarsson og varð síðar
biskup yfir Íslandi. Skyldi kennslumálaráðherrann, séra Þorsteinn
Briem, hafa kynnt sér svona rækilega sögu Eymundar Magnússon-
ar eins og fyrirrennari hans í þessu embætti, Jónas Jónsson, gerði
um áðurnefndan pilt og hér var lýst. Hefði séra Þorsteinn gert
það, þá hefði hann kynnzt sögu annars fátæks skólapilts, af Strönd-
um, sem nýlega hafði misst föður sinn og var kominn fast að stúd-
entsprófi eftir tilskilið 6 ára nám við skólann, sögu nemanda, sem
aldrei hafði tafizt í námi og hafði ekki brotið af sér, fyrr en nú, ef
hans opinskáu skrif töldust þá brot. Hefði ráðherra ekki mátt ger-
ast sáttasemjari í málinu í stað þess að daufheyrast?
Sigurður Guðmundsson skrifaði í Rauða fánann strax í marz
grein um málið.[14] Hann taldi brottreksturinn ekki hafa verið
gerðan vegna umhyggju fyrir mannorði Pálma rektors, það hafi
verið fyrirsláttur. Þetta væru ofsóknir gegn róttækum verkalýðs-
sinnum í skólanum, og þarna væru þær látnar bitna á fátækum
kommúnistískum nemanda, og rektor lét nota sig sem verkfæri í
þjónustu slíkrar árásar. Ekki vitum við nú nákvæmlega, hvenær
þetta eintak Rauða fánans kom út, en hafi það komið út í marz
1934 eins og blaðið er merkt, þá hefur Sigurður með þessum
skrifum brotið reglugerð skólans um pólitísk afskipti nemenda
„út á við“ og átt sjálfur brottrekstur yfir höfði sér eins og Ásgeir
Blöndal Magnússon á Akureyri haustið 1930. En hér má hafa
komið til bjargar, að fáir sáu Rauða fánann, og kennurum mennta-
skólans hafi því ekki verið kunnugt um skrifin eða þeir búnir að
fá nóg af brottrekstri í bili.3) Í skýrslum Menntaskólans stendur
3) Spyrja má, hvort nemandinn, Eymundur Magnússon, hafi þegar staðizt stúdents-
próf, þ. e. á vetrareinkunninni einni saman. Komið var fast að upplestararfríi til stúd-
entsprófs og þar með að gjöf vetrareinkunna. Vetrareinkunn og prófseinkunn gilda
jafnt á stúdentsprófi, og sú aðaleinkunn, sem gefin er, er meðaltal þessara einkunna
tveggja. Taki nemandi hins vegar stúdentspróf utanskóla, gildir prófseinkunn ein-
göngu, og nemandinn stenzt prófið, ef hann hlýtur tilskilið lágmark í einstökum próf-
fögum og aðaleinkunn. En gildir það sama um vetrareinkunn? Hafi nemandi hlotið
þar tilskilið lágmark í einstökum próffögum og aðaleinkunn, hefur hann þá staðizt
prófið? – og hafði Eymundur þá ekki þegar gert það um miðjan marz 1934, rétt fyrir
upplestrarfríið til stúdentsprófs? Því verður ekki svarað, því vetrareinkunnir hans finn-
ast ekki hjá skólanum frá þessum tíma eða þær voru aldrei gefnar. Aðeins í bókfærslu
lá fyrir, að prófi væri lokið; bókfærslu var lokið, áður en komið var í 6. bekk, og það
próf hafði Eymundur staðizt með prýði.