Strandapósturinn - 02.01.2008, Blaðsíða 66
66
þessa bekkjar geti verið áfram í skólanum, nema því að eins að þeir fallist
á, að svo sje sem hjer er sagt um kennsluna, og telur fundurinn með öllu
óheimilt að beita nokkurum bekkjarsamtökum í þessu efni.“ Væntum
vér svars fyrir kl. 2 eftir hádegi á morgun. Reykjavík, 29. jan. 1931. Virð-
ingarfylst.“ Undirskrift allra nemenda nema Eðvarðs Árnasonar. [7]
Þetta svar taldi kennarafundur ófullnægjandi. Og nú mögn-
uðust átökin. Sölvi Blöndal, inspector, boðaði til nemendafundar
á Sal, 30. janúar, þar sem hann og aðrir forystumenn nemenda
beittu sér fyrir því, að nemendur gerðu tveggja daga verkfall til
þess að mótmæla meðferð kennarafundar og skólastjórnar á mál-
inu. Ekki urðu allir á einu máli um verkfallið, og urðu æsingar á
fundinum. Lokaði Sölvi Salnum og hafði lykilinn í sinni vörzlu,
svo að enginn kæmist út, fyrr en málið hefði verið til lykta leitt.
Rektor ætlaði að koma á fundinn, en kom að læstum dyrunum.
Kallaði hann inn, að opnað skyldi fyrir sér, en var svarað, að hann
ætti ekkert erindi á nemendafund. Atkvæði voru greidd þannig,
að fylgismenn verkfallsins skyldu standa öðrum megin í salnum,
en andstæðingar hinum megin, og urðu andstæðingar fáir, enda
voru gerð hróp að þeim. Nemendaverkfallið skyldi hefjast daginn
eftir, 31. janúar, sem bar uppá laugardag. Eftirfarandi ályktun
sendi fundurinn frá sér:
„Almennur skólafundur ályktar, að 6. bekkur C hafi gengið eins langt til
samkomulags í þessu máli og frekast er ástæða til að krefjast. Hvorki skól-
inn í heild né 6. bekkur C mun nokkurn tíma láta meina sér réttlát sam-
tök, ef þeir telja sig órétti beitta. Nemendur mótmæla með tveggja daga
fjarveru meðferð kennarafundar og skólastjórnar á þessu máli. Fáist ekki
samkomulag á þeim grundvelli, sem 6. bekkur C hefir farið fram á eftir
þann tíma, munu nemendur í heild taka úrslitaákvörðun í málinu. Rvík,
30. jan. 1931. Virðingarfylst. Fyrir hönd skólafundar, Sölvi Blöndal insp.
scholae.“[7]
Á annað hundrað nemenda tók þátt í verkfallinu, og hafði Vísir
eftir rektor, að hann teldi þessa nemendur ekki eiga afturkvæmt
í skólann. Þetta lét rektor leiðrétta samdægurs með útvarpstil-
kynningu. Í dagbók sinni sagði Pálmi, að frétt Vísis hefði gert illt í
bænum, hann hefði einmitt allan þennan dag verið að semja við
foreldra um að taka börn þeirra aftur í skólann.