Strandapósturinn - 02.01.2008, Page 113
113
Ég var átta ára er ég fór með mömmu í ferð,
aldrei mun ég gleyma því, hve gömul sem ég verð.
Aldrei mun ég gleyma því og upprifja vil,
hlustið þið nú á mig og heyrið þið til.
Hlustið þið nú á það hve hlakkaði ég,
til að fara á hestbak og tölta inn veg.
Til að fara á hestbak, því það var nú þá
minn allra mesti óskadraumur og unaðarþrá.
Minn allra mesti óskadraumur og ekki síst af því
að ferðinni var heitið kaupstaðinn í.
Að ferðinni var heitið til að finna eina bók,
það var hún Dísa sem skóghöggvarinn tók.
Það var hún Dísa ljósálfur, hún var svo fín,
nú áttum við að eignast hana, ég og systir mín.
Nú áttum við að eignast hana og eftir því hún beið
heima hjá pabba og vel henni leið.
Heima hjá pabba voru’ og bræður okkar tveir,
eldri en við systurnar, það voru þeir.
Eldri en við systurnar og miklu meiri menn.
Nú fer ég að segja frá ferðinni senn,
nú fer ég að segja, er lögðum við af stað
fyrst yfir Miðdalsá, fljótt gekk nú það.
Valdís Þórðardóttir frá Klúku:
Kaupstaðar-
ferð