Strandapósturinn


Strandapósturinn - 02.01.2008, Blaðsíða 98

Strandapósturinn - 02.01.2008, Blaðsíða 98
98 milli. Kannski við eigum ekki saman. Jeg var svo ákaflega frí. Þá nær þetta ekki lengra. Nei, sagði jeg. En þetta nei var fyrir utan okkar meiningu. Jeg get ekki lýst og vil ekki lýsa þeim tilfinning- um mínum. Jeg hef heldur ekki orð yfir þær. Hjer varð því þögn sem oftar þegar eitthvað kemur fyrir stærra en orðum eða tárum taki. Þögnin, þessi spekinnar og heimskunnar forni og nýi hjálp- arengill. Æ, svikin tryggð og týnd von var fyrst sem jeg hugsaði, þarna hef jeg þá fengið vissuna. Jeg get þá farið alfarinn og kvatt hvern hlut og hverja endurminningu sem sæluvon í sálu minni af að njóta þín. Og var fastráðinn í að koma aldrei norður framar eða gjöra þjer neitt til niðrunar með vinahótum mínum en samt fjellstu mjer aldrei úr minni. Jeg elskaði þig. Jeg gat ekki annað. Svo kom 11. júlí og við þrír, Pétur og Bogi fórum heim um kvöld- ið. Leið svo allt sumarið og margar stundir. 10. september fór Pétur norður til róðra og var jeg þá með honum. Vorum við þá 13 vikur og fjóra daga á Gjögri. Breyttist þá þetta allt um haustið svo það varð einhver indælasti tími sem jeg hef lifað. 14. desember fór jeg heim með Pétri. Varð þá sár skiln- aðarstund því ávallt verður hún sár og alvarleg fyrir þau hjörtu sem unnast heitt. 31. desember fjekk jeg frá þjer fjórða bréfið dagsett 18. des- ember 1891. Það er elskulegt bréf. Þar ávarpar þú mig fyrst: Ást- kæri hjartans unnusti minn, og biður mig að gleyma þjer ekki. Þess varst þú líka verð enda lá ekkert nærri því. Eftir það bréf hef jeg fengið fimm bréf eins góð og best getur unnusta skrifað í þín- um ástæðum og langt um betri en jeg gat átt skilið eða var verð- ugur. Þetta tala jeg af hjartans einlægni og sannfæringu. Þau eru dagsett, það fyrsta 21. des. 1891, annað 20. janúar 1892, þriðja 8. febrúar 1892, fjórða 25. febrúar 1892, fimmta 1. apríl 1892, frá Reykjarfirði. Það var síðasta bréfið sem jeg fjekk frá þjer áður en jeg fór vestur. Jeg fór vestur 9. mars og var þar í 12 vikur og einn dag. Kom heim 2. júlí um nóttina. Ekki man jeg eftir að jeg fengi neitt bréf vestur, en ef það er, er það það síðasttalda. 19. júlí 1892 fjekk jeg bréf frá þjer með Jóni í Tungugröf en það var mjer fremur til angurs en gleði að fá það. Hvert orð úr því flaug sem tvíeggjað sverð gegnum tilfinningar mínar og meðan jeg las það fannst mjer áhyggju- eða mótlætisský draga sig upp fyrir ókomna tímann og jeg var sokkinn niður í að hugsa um
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Strandapósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.