Strandapósturinn - 02.01.2008, Síða 12
12
stoppa og fá sér smá kaffisopa svona uppi í sveitasælunni og var
það bara mjög notalegt. En ekki mátti tefja lengi því við urðum að
halda áfram í gegnum suður Tírol. Umhverfið var þar á að líta
eins og maður væri að horfa á póstkort fyrir framan sig svo fallegt
er þatta landslag enda sögð ein af fallegustu leiðum inn í Aust-
urríki. Næst lá leið okkar í kristalverksmiðju Swarovskí. Þá var
orðið ansi heitt eða 33°. Þarna var sko margt að sjá og mikið versl-
að og að lokum var haldið á Sporthotel Austria sem er lítið og
sætt hótel í fallegum skíðabæ í hjarta Alpanna og var gist þar í
tvær nætur.
Dagur 11.
Nú ætluðum við að skoða eina af perlum Austurríkis, Salzburg.
Í borginni búa um 150 þúsund íbúar og þar sem Mozart bjó hér
er mikið af tónlistarmönnum, listamönnum og arkitektum. Mikl-
ar saltnámur eru hérna og er mikil atvinna í kringum þær. Salz-
burg er mjög falleg borg, mikið af listaverkum og húsin vel skreytt.
Við fórum með lest upp í kastala sem er fyrir ofan bæinn og var
það falleg sjón sem blasti við okkur þarna uppi. Nú var kominn
tími til að halda af stað heim því það var búið að bjóða okkur á
tírólakvöld og auðvitað urðum við að mæta á réttum tíma. Þetta
var mjög góður dagur og ekki skemmdi kvöldið fyrir, því það var
alveg frábært.
Austurríki er stórt land, 84 þús. ferkílómetrar, og þar búa um
2,8 milljónir manna. Austurríki á landamæri að átta löndum og
frá 1918 hefur landið verið í þeirri mynd sem það er í dag. Þar er
mikill stáliðnaður, rafiðnaður (hátækni), ferðamannaiðnaður og
mikið tónlistarlíf.
Dagur 12.
Þá var komið að lokadegi okkar og nú var höfuðborg Bæjara-
lands kvödd og haldið til München. Þar var mikið skoðað og byrj-
að á því að aka í kringum borgina, síðan var farið í gönguferð,
tekin hópmynd og margt skemmtilegt skoðað. München er þriðja
stærsta borg Þýskalands. Eftir góða skoðunarferð um miðbæinn
var farið á flugvallarhótel þar sem var gist síðustu nóttina eftir vel
heppnaða ferð. Við vorum mjög heppin með bílstjóra, hann fær
gott lof fyrir frábæra ferð og ekki síður þau Guðlaug og Höskuld-