Strandapósturinn - 02.01.2008, Qupperneq 93
93
undanþiggja þá þeim skyldum og réttindum, sem starfsemi þess-
ari fylgja.“
Ekki var skjótt við brugðið að verða við þessum lagafyrirmæl-
um, eða nýmælum, og var engin kynbótanefnd kosin hér í Árnes-
hreppi. En ýmsir höfðu þó hug á að verða við þessu kalli um kyn-
bætur á kúastofninum enda ekki vanþörf á. Kýr voru ekki nema
ein eða mest tvær á heimili, en yfirleitt margt fólk í heimili og
fram að færa. Var þetta mál eitthvað rætt af stjórn búnaðarfélags-
ins. Einnig ýtti Guðmundur Þ. Guðmundsson, skólastjóri, undir
þessa hugmynd, enda var hann sérlega félagslyndur og umbóta-
sinnaður, svo sem hann átti kyn til. Það sem þó sérstaklega jók
áhuga fyrir framtakssemi, var að Gísli Guðlaugsson á Steinstúni
átti sérlega álitlegan nautkálf, steingráan að lit. Þau hjónin Gísli
og Gíslína Valgeirsdóttir tóku við búi á Steinstúni 1927 eða 1928.
Þá fengu þau úr búi Ingibjargar móður Gísla, svarthuppótta kú
með hvítri stjörnu í enni. Sú kýr var sérlega væn og nythá. Gerðu
þá ungu hjónin það sem aðrir höfðu ekki gert, að þau héldu
mjólkurskýrslu yfir nyt kýrinnar allt árið. Reyndist þá ársnyt henn-
ar yfir 4000 lítrar. Þótti það einstakt. Veturinn 1928 eignaðist
þessi nytháa kýr bolakálfinn sem fyrr getur. Var hann alinn og
þótti sérlega efnilegur og fallegur gripur. Þótti þá mörgum illt í
efni ef farga þyrfti svo fallegum bola. En Gísli treysti sér ekki til að
halda hann, sem ekki var von. Mig minnir að Páll Zóphaníasson
kæmi hér vorið 1930, í júní, á sýningarferð. Skoðaði hann þá bæði
kúna og bolann og leist vel á þau. En þar sem engar fullnægjandi
skýrslur lágu fyrir um afurðasemi og annað, umfram þessa mæl-
ingu á nyt kýrinnar, var ekki hægt að dæma þeim verðlaun í sam-
ræmi við það sem útlit þeirra benti til. En Páll hvatti eindregið til
að kálfurinn yrði ekki drepinn, heldur notaður og þá á þann veg
sem áðurnefnd lög gerðu ráð fyrir. Farið hafa einhver bréfaskipti
fram um þetta mál milli Guðmundar P. Valgeirssonar og Páls
Zóphaníassonar. Hvernig þetta var í smærri atriðum er nú gleymt.
En þann 31. ágúst 1930 er haldinn stofnfundur Nautgriparækt-
arfélags Árneshrepps í samkomuhúsi hreppsins að Árnesi, að
undangengnu fundarboði. Guðmundur Þ. hefur fyrstur verið í
forsvari fyrir þessu því hann setur fundinn. Stingur hann upp á
Guðmundi P. Valgeirssyni sem fundarstjóra og var það samþykkt,
en Guðmundur Þ. skrifar fundargerðina. Á fundinum voru mætt-