Strandapósturinn


Strandapósturinn - 02.01.2008, Side 67

Strandapósturinn - 02.01.2008, Side 67
67 Þennan vetur var Gylfi Þ. Gíslason í 1. bekk, og hann, businn, tók þátt í verkfallinu: „Ég dáðist að forystumönnum nemenda, og þeir höfðu sannfært mig um, að þeir hefðu rétt fyrir sér. Þegar ég sagði frá því heima hjá mér, að ég ætlaði ekki að mæta í skólanum frekar en mikill meiri hluti nemenda, vakti það vægast sagt litla hrifningu, og voru gerðar vandlegar tilraunir til þess að fá mig til að skipta um skoðun. En það tókst ekki, og var ég þá látinn ráða gerðum mínum.“ Og Gylfi bætti við: „Hér var í raun og veru um uppreisn að ræða, um byltingartilraun, þótt í smáum stíl og á litlu sviði væri. Mér hefur oft síðar dottið í hug, að ýmsar miklu ör- lagaríkari uppreisnir sögunnar hafi hafizt með eitthvað líkum hætti, að margar byltingar hafi byrjað með svipuðu móti.“[8] Málið var nú orðið landsfrægt. Fræðslumálastjóri, Ásgeir Ás- geirsson, tjáði Pálma, að nemendur hefðu stuðning aðstandenda sinna og ættu vaxandi fylgi að fagna úti í bæ. Taldi Ásgeir, að úti í bæ væru einhverjir á bak við nemendur, sem hefðu bæði póli- tískan og fjárhagslegan styrk. Dagblöðin skýrðu ítarlega frá mál- inu, og Stúdentafélag Háskólans hélt fund í Varðarhúsinu og lýsti samúð með nemendum í deilunni. Formaður þess, Gunnar Thor- oddsen, lýsti því yfir, að hann teldi nemendur ekki hafa brotið neitt slíkt af sér gagnvart skólanum, að varðaði brottrekstri. Sam- tök, sem ekki kæmu til framkvæmda, teldust ekki refsiverð, og að heimta af nemendum loforð um að bindast aldrei samtökum, hvernig sem stæði á, jafnvel þegar þeir væru beittir órétti, væri ekki rétt. Málið hefði mátt falla niður, þegar Áki lofaði betrun. Það, sem gerzt hafði síðan, væri vegna framhleypni rektors og kennarafundar. Aðstandendur og fjárhaldsmenn nemenda héldu nú fund ásamt nemendum, sunnudaginn 1. febrúar, og var kosin 5 manna nefnd, sem fór á fund menntaskólarektors strax morguninn eftir. Í nefndinni voru Sigurður Eggerz, Þorkell Þorkelsson, Jakob Möller, Gústaf A. Sveinsson og Jón Baldvinsson. Nefndin hafði engar ákveðnar tillögur fram að færa, en ræddi málið fram og aftur, talið barst í ýmsar áttir, og talaði Jakob um sína eigin brott- vísun úr skóla í tíð Björns M. Ólsens. En það taldi rektor sig geta skilið á nefndarmönnum, að svo gæti farið, að heimtuð yrði ný yfirstjórn á skólann, með öðrum orðum, að rektor yrði vikið frá. Varð nú að samkomulagi, að nefndin kæmi á kennarafund, sem
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.