Strandapósturinn - 02.01.2008, Side 69
69
horfið úr skóla, og spurði ráðherra um stuðning við svo harðar
aðgerðir. Ráðherra stóð með sínum manni og sagði, að allar sam-
þykktir kennarafundar skyldu standa. Svo virðist sem Pálmi hafi
óttazt, að Jónas væri tekinn að linast í þessu máli vegna þrýstings
frá Jóni Baldvinssyni og jafnvel Ásgeiri Ásgeirssyni. Sá ótti var þó
ástæðulaus, og gat nú rektor samið við nemendur með þann styrk
á bak við sig, sem ráðherra veitti honum. Það skal tekið fram, að
ráðherra hafði allt frá byrjun fylgzt náið með gangi skóladeilunn-
ar.“[7]
Fyrir milligöngu aðstandendanefndarinnar og einkum Jakobs
Möllers sömdu C-bekkingar nú sáttarbréf, sem hljóðar þannig:
„Nemendur 6. bekkjar C samþykkja fyrri hluta ályktunar kennarafundar
27. jan. 1931 eins og áður. „Hvað snertir síðari hluta ályktunarinnar ját-
um við, að við höfum gert samtök gegn framkvæmdum í kenslu og ætlað
að beita þeim, þótt eigi kæmi til framkvæmda, og lofum að beita ekki
samtökum gegn kenslu kennaranna nje framkvæmdum á reglum skól-
ans eða reglugerð þann tíma, sem eftir er af skólavist okkar, nema við
sjeum órjetti beittir. Reykjavík 2. febr. 1931.
Virðingarfylst
Áki Jakobsson Kjartan Þórðarson
Baldvin Jónsson Leifur Bjarnason
Halldór H. Jónsson Pjetur Sigurðsson
Hólmgrímur Jósepsson Kristbjörn Tryggvason
Gunnl. G. Björnson Guðmundur Guðmundsson“[7]
Ingólfur Þorsteinsson
Kennarafundur féllst á þetta bréf, og taldist skóladeilan þá
leyst. Aftan við samþykkt kennara var að vísu bætt við klausu, sem
sagði, að kennarafundur áliti það fjarstæðu, að kennarar beittu
nemendur órétti, en að öðru leyti fullnægði bréfið settum skil-
yrðum kennarafundar, og málið taldist útkljáð.
Í hugleiðingum sínum eftirá taldi Pálmi, að hann hefði per-
sónulega tapað í þessu deilumáli, en skólinn hefði unnið. Hann
áleit sig hafa lært af þessu, að ófært væri að gefa mönnum frest
eða tvo kosti. Ef reka ætti mann, yrði að gera það umsvifa- og fyr-
irhafnarlaust. Ef bærinn hefði ekki verið jafn bölvaður og hann
væri og gæfa hefði fylgt, þá taldi hann, að það hefði orðið skól-
anum til blessunar, ef 40–60 nemendur hefðu horfið úr honum,