Strandapósturinn


Strandapósturinn - 02.01.2008, Side 59

Strandapósturinn - 02.01.2008, Side 59
59 hafði hann brotið ákvæðið áður né verið áminntur á annan hátt af yfirvöldum skólans, svo spyrja má, hvort brottvísun hefði átt að koma til framkvæmda við þetta fyrsta brot og það meira að segja ótímabundið, þ. e., hefði mátt láta áminningu nægja eða binda brottvísunina við stuttan tíma, svo að nemandinn, sem var í 6. bekk, hefði getað lokið stúdentsprófi? Í ritstjórn Skólablaðsins í Menntaskólanum í Reykjavík voru vor- ið 1934 Hermann Einarsson, Dagný Ellingsen, Gylfi Þ. Gíslason, Stefán Björnsson og Birgir Kjaran, og Stefán Björnsson var ábm. „Stefán Björnsson var lítið áberandi, ég man ekki, hvert þeirra var ritstjóri. Ég afhenti Hermanni greinina, hún hét Atvinnuleysi. Dagný las hana yfir og hafði á orði, að þetta væri nokkuð vafa- samt, á mörkunum, annað var ekki sagt. Ég heyrði engar athuga- semdir frá hinum ritnefndarmönnunum, veit ekki, hvort þeir lásu hana, en þeir áttu að hafa gert það, áður en að blaðið kom út. Og Birgir Kjaran, sem var í ritnefndinni, hafði síðan forustu um það á nemendafundi í skólanum, að samþykktur yrði stuðningur við ákvörðun kennarafundar, um að ég yrði rekinn fyrir þessi skrif. Sjálfur hafði hann ekki gert neinar athugasemdir við greinina sem ritnefndarmaður svo kunnugt sé. Hafi hann verið svona and- vígur því, sem í greininni stóð, hefði hann átt að reyna að stöðva birtinguna, ella segja sig úr ritnefndinni, ef honum tókst það ekki. Þarna var ósamræmi í hegðuninni.“[1] Nú braut Eymundur ekki skólareglugerð ráðuneytisins, ritaði eingöngu í skólablað MR; að skrifa í skólablöð hét ekki að koma fram út á við. Brottreksturinn byggðist eingöngu á þeim orðum, sem hann hafði viðhaft í marzblaði Skólablaðsins um menntaskóla- rektor, Pálma Hannesson. Rektor er sagður ekkert hafa ætlað að gera í málinu, en varð svo við áskorun kennarafundar, um að víkja Eymundi úr skóla. Sjálfur sat rektor hjá við þá atkvæða- greiðslu, og þrír greiddu atkvæði á móti, en ekki kemur fram, hverjir af kennurunum það voru. Hefði rektor getað neitað að verða við áskorun kennarafundarins? Þarna voru mál komin í hnút líkt og áður hafði gerzt í skólastjórn Pálma, og er þar frægast að nefna deiluna í ársbyrjun 1931, þegar hótað var, að heill bekk- ur yrði rekinn eða tugir nemenda, já jafnvel á annað hundrað!! Þetta mál er rétt að rifja hér upp.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.