Strandapósturinn - 02.01.2008, Side 59
59
hafði hann brotið ákvæðið áður né verið áminntur á annan hátt
af yfirvöldum skólans, svo spyrja má, hvort brottvísun hefði átt að
koma til framkvæmda við þetta fyrsta brot og það meira að segja
ótímabundið, þ. e., hefði mátt láta áminningu nægja eða binda
brottvísunina við stuttan tíma, svo að nemandinn, sem var í 6.
bekk, hefði getað lokið stúdentsprófi?
Í ritstjórn Skólablaðsins í Menntaskólanum í Reykjavík voru vor-
ið 1934 Hermann Einarsson, Dagný Ellingsen, Gylfi Þ. Gíslason,
Stefán Björnsson og Birgir Kjaran, og Stefán Björnsson var ábm.
„Stefán Björnsson var lítið áberandi, ég man ekki, hvert þeirra
var ritstjóri. Ég afhenti Hermanni greinina, hún hét Atvinnuleysi.
Dagný las hana yfir og hafði á orði, að þetta væri nokkuð vafa-
samt, á mörkunum, annað var ekki sagt. Ég heyrði engar athuga-
semdir frá hinum ritnefndarmönnunum, veit ekki, hvort þeir lásu
hana, en þeir áttu að hafa gert það, áður en að blaðið kom út. Og
Birgir Kjaran, sem var í ritnefndinni, hafði síðan forustu um það
á nemendafundi í skólanum, að samþykktur yrði stuðningur við
ákvörðun kennarafundar, um að ég yrði rekinn fyrir þessi skrif.
Sjálfur hafði hann ekki gert neinar athugasemdir við greinina
sem ritnefndarmaður svo kunnugt sé. Hafi hann verið svona and-
vígur því, sem í greininni stóð, hefði hann átt að reyna að stöðva
birtinguna, ella segja sig úr ritnefndinni, ef honum tókst það
ekki. Þarna var ósamræmi í hegðuninni.“[1]
Nú braut Eymundur ekki skólareglugerð ráðuneytisins, ritaði
eingöngu í skólablað MR; að skrifa í skólablöð hét ekki að koma
fram út á við. Brottreksturinn byggðist eingöngu á þeim orðum,
sem hann hafði viðhaft í marzblaði Skólablaðsins um menntaskóla-
rektor, Pálma Hannesson. Rektor er sagður ekkert hafa ætlað að
gera í málinu, en varð svo við áskorun kennarafundar, um að
víkja Eymundi úr skóla. Sjálfur sat rektor hjá við þá atkvæða-
greiðslu, og þrír greiddu atkvæði á móti, en ekki kemur fram,
hverjir af kennurunum það voru. Hefði rektor getað neitað að
verða við áskorun kennarafundarins? Þarna voru mál komin í
hnút líkt og áður hafði gerzt í skólastjórn Pálma, og er þar frægast
að nefna deiluna í ársbyrjun 1931, þegar hótað var, að heill bekk-
ur yrði rekinn eða tugir nemenda, já jafnvel á annað hundrað!!
Þetta mál er rétt að rifja hér upp.