Strandapósturinn - 02.01.2008, Side 109
109
Grunnleigusamning
1. Jón Elías, selur fyrir hönd þeirra, sem eiga jörðina Munaðar-
nes Ólafi Guðmundssyni grunn til leigu í landareign jarð-
arinnar Munaðarness í Árneshreppi í Strandasýslu.
2. Grunnurinn er norðan við grunn þann, sem Ólafur hefir
áður tekið á leigu, samkvæmt samningi 9. maí 1917 og áfast
við hann. Stærð grunnsins er 200 – tvö hundruð – metrar
meðfram sjó, frá nefndum grunni Ólafs og 25 – tuttugu og
fimm – metra, talið frá stórstraumsflóðfari, á land upp.
3. Leigutíminn er 40 – fjörutíu ár – frá undirskrift þessa samn-
ings að telja. Leigurétturinn er óuppsegjanlegur frá leigusala
hálfu, en leigutaki getur sagt upp leiguréttinum frá 9. maí
1921 með eins árs fyrirvara.
4. Heimilt er leigutaka að nota grunninn til alls þess er að síld-
arútgerð og fiskveiðum lýtur í fyllsta máta. Jafnframt að gera
á honum mannvirki alls konar og bryggjur í sjó út, svo langt
sem hann álítur nauðsynlegt til reksturs atvinnuvegi sínum.
Einnig er leigutaka heimilt að gera uppfyllingu í fjörunni í
hinu leigða landi og nota til þess möl og grjót í hinu leigða
landi og fyrir utan og ofan eftir þörfum endurgjaldslaust.
5. Framsal leiguréttarins er leigutaka heimil.
6. Árlegt gjald fyrir leiguréttinn er kr. 200,00 – tvö hundruð
krónur – og greiðist fyrir 15. október ár hvert til jarðeigenda
á Munaðarnesi eða umboðsmanns þeirra, í fyrsta sinn fyrir
15. október 1919. Ársgjald greiðist ár hvert þar til grunn-
inum er sagt upp, hvort sem leigutaki notar grunninn eða
ekki.
7. Heimilt er leigutaka að leiða vatn úr þeim læk sem hann
álítur best fallinn til þess og nota það eftir þörfum end-
urgjaldslaust, þó þannig að ekki verði jarðrask að að mun.
8. Hús þau og önnur mannvirki, sem leigutaki reisir á grunn-
inum eru hans eign og má hann veðsetja og selja.
9. Að útrunnum leigutímanum, hefir leigutaki forgangsrétt að
leiguréttinum ef hann óskar þess.
10. Þótt greiðsla á leigu fyrir þennan grunn dragist fram yfir
hinn tiltekna gjalddaga allt að 6 – sex mánuðum -, skerðir
það eigi réttindi leigutaka á neinn hátt.