Strandapósturinn - 02.01.2008, Side 44
44
ingjar kratanna, íhaldsins,
framsóknar eða fasistanna þá
til baráttu og skipulögðu hana?
Nei, kommúnistarnir einir
börðust með þeim. Kratafor-
kólfarnir sendu Harald P. –
einn úr Dagsbrúnarstjórninni
– niður í Skýli til þeirra, og
hann kom til þess að sannfæra
þá um, að baráttan væri þýð-
ingarlaus, þeir skyldu bara láta
krataforingjana í bæjarráðinu,
Stefán Jóhann & Co., koma
öllu í lag! En honum tókst bara
ekki að sannfæra þá um þetta,
„…ungu hafnarverkamennirn-
ir ráku svo eftirminnilega ofan
í hann blekkingarnar, að hann
hrökklaðist burt úr Skýlinu…
Við ung-kommúnistar við höfnina störfum nú að því að fylkja
hafnarverkamönnunum um dægurkröfur samfylkingarsamtak-
anna ... Aukin atvinnubótarvinna, stytting vinnudagsins um 1
tíma, án skerðingar á dagkaupi í almennri vinnu, og stytting
vinnudagsins um 2 tíma í þungavinnu (kola-, salts-, sements- og
togaravinnu) samfara kauphækkun upp í 2 kr. á tímann.“[8]
Leiðin til þess að hafa þetta í gegn var að ræða málið í Verka-
mannaskýlinu og í vinnunni. Krataforingjarnir myndu berjast á
móti. Baráttan yrði gegn útgerðarauðvaldinu og Dagsbrún-
arstjórninni. Það yrði örðugasti hjallinn vegna áhrifa Alþýðu-
flokksforingjanna á verkamenn, en samt óhjákvæmilegt. Samfylk-
ingarlið verkamanna við Höfnina bæri málið fram til sigurs. Fyrsta
skilyrðið fyrir sigursælli baráttu væri, að kratabroddarnir hefðu
ekki áhrif á gang mála. En inn á Dagsbrúnarfundi einnig með
málið, vinna verkamennina þar til fylgis líka. Fylgislausir væru
broddarnir þýðingarlausar fígúrur.
Eymundur Magnússon man fyrst eftir Hallgrími Hallgrímssyni,
þegar þeir unnu saman við Rauða fánann. „Ég var nokkurs konar
„starfsmaður“ á blaðinu. Blaðið var prentað í Ísafoldarprent-
Hallgrímur Hallgrímsson.
Þjóðminjasafnið, MMS 42165