Strandapósturinn - 02.01.2008, Blaðsíða 133
133
70.000 kr. og það hefur heyrst að krakkar nú til dags séu að fá allt
að 500 þúsund krónur.
Fiskur skipti öllu máli við sjávarsíðuna í byrjun 20. aldar. Hann
var borðaður alla daga nema á miðvikudögum og sunnudögum
og á hátíðisdögum, þá var reynt að hafa kjöt. Ekki var borið fram
salat með mat, kannski rófur og kartöflur ef þær fengust. Núna er
aðallega borðað kjöt, salat er borið fram með flestum máltíðum,
reynt að hafa kjötið magurt og sneitt að mestu fram hjá fitu. Þetta
tíðkaðist alls ekki í gamla daga, þá þurfti fólkið á allri fitunni að
halda.
Mikilvægi þess að börn hjálpi til á heimilum er ekki eins mikið
nú á dögum. Í gamla daga eignaðist fólk börn til þess að fá hjálp-
arhellur en í dag verða börn bara pirruð ef þau eru beðin um að
hjálpa til og þau mega ekki byrja að vinna fyrr en 16 ára og þá í
einhverri arfatínslu fyrir bæjarfélagið sitt í 6 klukkutíma á dag að
hámarki.
Lífsgæðin aukast með hverju ári, gsm-símar og veraldarvef-
urinn hafa aukið samskiptamöguleika milli fólks. Gaman verður
að sjá hvernig allt verður orðið eftir 50 ár, hvernig börn eiga eftir
að hafa það. Ef litið er til leikja barna þá snerist allt um það í
gamla daga að vera úti og leika sér, hjálpa til á heimilinu við til-
tekt og útistörf. Núna leika börn sér mikið við tölvur og glápa á
sjónvarpið. Stelpur hætta að leika sér með dúkkur sex eða sjö ára
og fara að hugsa um útlitið og stráka. Mér finnst þessi þróun ekki
mjög góð, það ætti að hvetja krakka til að leika sér meira úti og
spila.
Heimildaskrá
Bryndís Sverrisdóttir og Símon Jón Jóhannsson. 1990. Bernskan. 1. útgáfa. Bókaútgáf-
an Örn og Örlygur hf, Reykjavík.
Elvar Logi Gunnarsson 2007. Viðtal um æsku hans, 14. febrúar.
Finnbogi Jóhannsson 2007. Viðtal um æsku hans, 12. febrúar.
Sigfríð Lárusdóttir 2007. Viðtal um æsku hennar, 12. febrúar.
Stefanía Bjarnadóttir 2007. Viðtal um æsku hennar, 14. febrúar.
(Námsverkefni í íslensku við Menntaskólann að Laugarvatni, undir umsjón Ingibjarg-
ar Jónsdóttur Kolka, íslenskukennara.)