Strandapósturinn - 02.01.2008, Side 33
33
Þess má geta að siður er að geyma nokkrar flöskur af hverjum
árgangi til lengri tíma enda þekkt staðreynd að gott vín er talið
batna með aldrinum. Þetta er lítið mál því uppskeran í Vínlandi
gerir meira en duga til eðlilegra heimilisnota og til móttöku
góðra gesta sem alltaf eru velkomnir. Óneitanlega eru tvö til þrjú
hundruð vínflöskur í rekkum í eigin vínkjallara athyglisverð og
búsældarleg sýn.
Ávaxtagarðurinn og ávaxtauppskeran
Í stærstan hluta lóðarinnar var á sínum tíma plantað ávaxta-
trjám og er fjöldi þeirra yfir 80. Þarna er aðallega um að ræða
epli, perur, plómur, hnetur og kirsuber, en einnig nokkuð af
ferskjum og apríkósum og berjarunnum. Ræktun ferskja og aprí-
kósa á Balatonsvæðinu hefur þó verið nokkrum vandkvæðum
bundin á síðustu árum vegna sjúkdóma sem herja á trén, en upp-
skera var þó allgóð sumrin 2006 og 2007.
Auk þess er í garðinum Naspoja ávaxtatré sem gefa af sér sér-
stæðan suðrænan ávöxt ættaðan frá Tyrklandi og bragðast hann
svipað og blanda af fíkju og döðlu en er þó mýkri þegar hann er
fullþroskaður, en það er ekki fyrr en í lok október eða byrjun nóv-
ember. Ein frostnótt er jafnvel talin æskileg til að gefa ávextinum
lokahnykkinn.
Tvö fíkjutré voru gróðursett í garðinum vorið 2007, sem bera
væntanlega ávöxt eftir um tvö ár, og möndlutré haustið 2007.
Eplategundirnar eru sex, Delicious, Golden Delicious, Jonat-
han, Jonagold, ungversk gul epli og japönsk græn Muchiepli.
Eplatrén eru mörg og dreifð um lóðina og skiptir uppskerumagn-
ið sjálfsagt hundruðum kílóa, enda er fjöldi epla á hverju tré jafn-
vel tvö til þrjú hundruð. Sumar greinar eplatrjánna sveigjast nið-
ur undir jörð vegna þunga eplanna. Eplin eru einstaklega
bragðgóð.
Eplin þroskast seint í ágúst og í september. Haustepli jafnvel
ekki fyrr en seint í október. Perutegundir eru tvær og þroskast
þær á svipuðum tíma og eplin.
Af einhverjum lítt þekktum ástæðum ná sumar ávaxtategundir
ekki fullum þroska öll ár og eiga veðurfarsþættir vafalítið sök á
því. Mikið magn fæst einnig af kirsuberjum sem þroskast í maí og
byrjun júní. Kirsuberjatrén eru stór og glæsileg og þakin rauðum