Strandapósturinn


Strandapósturinn - 02.01.2008, Page 33

Strandapósturinn - 02.01.2008, Page 33
33 Þess má geta að siður er að geyma nokkrar flöskur af hverjum árgangi til lengri tíma enda þekkt staðreynd að gott vín er talið batna með aldrinum. Þetta er lítið mál því uppskeran í Vínlandi gerir meira en duga til eðlilegra heimilisnota og til móttöku góðra gesta sem alltaf eru velkomnir. Óneitanlega eru tvö til þrjú hundruð vínflöskur í rekkum í eigin vínkjallara athyglisverð og búsældarleg sýn. Ávaxtagarðurinn og ávaxtauppskeran Í stærstan hluta lóðarinnar var á sínum tíma plantað ávaxta- trjám og er fjöldi þeirra yfir 80. Þarna er aðallega um að ræða epli, perur, plómur, hnetur og kirsuber, en einnig nokkuð af ferskjum og apríkósum og berjarunnum. Ræktun ferskja og aprí- kósa á Balatonsvæðinu hefur þó verið nokkrum vandkvæðum bundin á síðustu árum vegna sjúkdóma sem herja á trén, en upp- skera var þó allgóð sumrin 2006 og 2007. Auk þess er í garðinum Naspoja ávaxtatré sem gefa af sér sér- stæðan suðrænan ávöxt ættaðan frá Tyrklandi og bragðast hann svipað og blanda af fíkju og döðlu en er þó mýkri þegar hann er fullþroskaður, en það er ekki fyrr en í lok október eða byrjun nóv- ember. Ein frostnótt er jafnvel talin æskileg til að gefa ávextinum lokahnykkinn. Tvö fíkjutré voru gróðursett í garðinum vorið 2007, sem bera væntanlega ávöxt eftir um tvö ár, og möndlutré haustið 2007. Eplategundirnar eru sex, Delicious, Golden Delicious, Jonat- han, Jonagold, ungversk gul epli og japönsk græn Muchiepli. Eplatrén eru mörg og dreifð um lóðina og skiptir uppskerumagn- ið sjálfsagt hundruðum kílóa, enda er fjöldi epla á hverju tré jafn- vel tvö til þrjú hundruð. Sumar greinar eplatrjánna sveigjast nið- ur undir jörð vegna þunga eplanna. Eplin eru einstaklega bragðgóð. Eplin þroskast seint í ágúst og í september. Haustepli jafnvel ekki fyrr en seint í október. Perutegundir eru tvær og þroskast þær á svipuðum tíma og eplin. Af einhverjum lítt þekktum ástæðum ná sumar ávaxtategundir ekki fullum þroska öll ár og eiga veðurfarsþættir vafalítið sök á því. Mikið magn fæst einnig af kirsuberjum sem þroskast í maí og byrjun júní. Kirsuberjatrén eru stór og glæsileg og þakin rauðum
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.