Strandapósturinn


Strandapósturinn - 02.01.2008, Blaðsíða 86

Strandapósturinn - 02.01.2008, Blaðsíða 86
86 má skjóta hér inn að þennan vetur urðu mörg hákarla- og fiski- skip frá Norðurlandi innlyksa hér og áhafnir þeirra urðu að yf- irgefa skip sín og halda fótgangandi til síns heima um hávetur. Víkjum nú hér að öðru. Steindór bóndi á Melum bjó allan sinn búskap góðu búi. Hann var duglegur til allra verka og því var hann alltaf birgur af heyjum og miðlaði oft heyjum til nágranna þegar þeir komust í þrot á vordögum. Hann hafði alltaf tvær kýr á fóðrum og þóttu þær mjólka ótrúlega vel þó taða væri ekki til nema í hálfa gjöf. Þegar þessi harðindi gengu yfir gerði Steindór það drengskaparbragð að hann bauðst til að lána aðra kú sína, sem var í góðri nyt, að Gjögri. Og hann gerði meira. Lét hann flytja hey frá sér til að fóðra hana á. En eitt skilyrði setti hann: Að Guðmundur Sveinsson sem þá bjó á Gjögri sæi um að fóðra hana á því heyi sem Steindór lagði til, en Guðmundur var mágur Stein- dórs. Guðmundur sá um kúna svo það var ekki betur gert og mjólkinni var svo deilt út meðal þeirra sem verst voru settir og harðast urðu úti í þessum alvarlega og leiða sjúkdómi. Með þessu tiltæki sínu bjargaði Steindór að þessu sinni konum og börnum frá því að veslast upp í bjargarleysi þennan útlíðandi vetur. Þetta var mikið drengskaparbragð af barnmörgum heim- ilisföður sem ekki má gleymast. Sögu þessa sagði mér Gyða (Guð- finna Guðmundsdóttir) frá Finnbogastöðum og veit ég að hún er sönn. Gott búsílag Verslunarfélag Norðurfjarðar átti vélbátinn Ingólf, átta eða 12 tonn að stærð. Verslunarfélagið keypti hann 1913 og gerði hann út á hárkarlaveiðar seinni hluta vetrar og fram á vor en á sumrin á fiskveiðar. Skipstjóri á Ingólfi var Sturlaugur Sigurðsson. Hann og Hallfríður Guðmundsdóttir í Ófeigsfirði felldu hugi saman sem endaði með hjónabandi. Þau fluttu síðar til Ísafjarðar og bjuggu þar lengi og áttu mörg börn. Næstur til að taka við for- mennsku var Magnús Hannibalsson frá Ísafirði. Þessir menn voru bæði formenn og vélstjórar á bátnum. Það var sumarið 1916 að faðir minn fór til fiskiróðra á Ingólfi með Magnúsi. Það var þó ekki nema um nokkra róðra að ræða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Strandapósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.