Strandapósturinn - 02.01.2008, Qupperneq 48
48
takmarkalaus, að hætta er á, að
menn af hennar völdum, – sak-
lausir verkamenn – vopnlausir
atvinnulausir verkamenn, sem
eru að gera kröfur um að fá
vinnu, missa bæði mál og sjón.
Menn þeir, sem skipa lögreglu-
liðið, eru margir hverjir örg-
ustu blóðhundar, menn, sem
ekki hafa minnstu stjórn á geðs-
munum sínum, – menn, sem
komast í svo trylt æði, að þeir
berja sína eigin liðsmenn „í
ógáti“ eins og sýndi sig, þegar
lögregluþjónninn Ágúst frá
Varmadal sló hvítliðann, Lárus Salómonsson sprúttsala, niður á
Hverfisgötu. Alþýðan verður að gera þá kröfu, að rannsakað verði
tafarlaust, hvort þetta framferði lögreglunnar var samkvæmt skip-
un lögreglustjóra. Sé svo, verður að setja slíkan mann úr embætti
og láta hann sæta ábyrgð gerða sinna. Niður með lögregluna!
Niður með blóðhunda auðvaldsins!“
Þennan dag, 7. júlí 1932, var Varnarlið verkalýðsins (V.V.)
stofnað eða „Verndarlið verkalýðsins“ eins og það var fyrst kall-
að.[2] Varnarliðið átti að verja útisamkomur og kröfugöngur gegn
árásum fasistanna, sem nú höfðu myndað flokk og marseruðu um
götur bæjarins í einkennisbúningum. Fyrst eftir átökin 7. júlí æfði
Varnarliðið lítið, en 9. nóvember þetta sama ár varð mönnum
ljóst, að betra væri, að slíkt lið væri til og það sem sterkast. En lög-
reglunni var jafnljóst, að hún þurfti varalið, sem hún gæti kallað
út, þegar til stórátaka kæmi. Varnarlið verkalýðsins boðaði til
fundar laugardaginn 3. desember til þess að mótmæla stofnun
„hvíta hersins“, þ. e. 200–300 manna varalögreglu, og voru verka-
menn hvattir til þess að mæta og ganga í Varnarliðið.[3] Fyrir sama
fé og hvíti herinn kostaði, mætti bæta við um 800 verkamönnum
í atvinnubótavinnu, óslitna vinnu. Þannig stóðu málin, þegar
Hallgrímur Hallgrímsson kom heim frá Moskvu seint á árinu
1932.