Strandapósturinn - 02.01.2008, Side 43
43
fyrir atvinnu og brauði. Fasisminn var nauðsynlegur arðræningja-
stéttinni, þegar baráttan var að komast á það stig, að hún afnæmi
kúgunarskipulag arðræningjanna. Fasisminn var nauðsynlegur
kúgurunum, þegar baráttan var komin á það stig, að gömlu lýð-
ræðisaðferðirnar dugðu ekki lengur. Fasisminn var afleiðing
harðnandi stéttarbaráttu, sagði greinarhöfundur. Gísli Sig-
urbjörnsson í Ási og aðrar fasistasprautur höfðu rétt um þessar
mundir stofnað nasistaflokk í Reykjavík.[7]
„Hið vaxandi fylgi við hagsmunakröfur samfylkingarinnar kom
í ljós um daginn, þegar við fórum kröfugönguna upp til borg-
arstjóra og kröfðumst áframhaldandi og aukinna atvinnubóta.
Hafið þið, félagar, gert ykkur ljóst, hverja þýðingu þessi einstæða
kröfuganga hafði? Hún hafði ekki að eins þau áhrif, að bæjarráð-
ið léti undan síga fyrir samfylkingu okkar og framlengdi atvinnu-
bæturnar um ½ mánuð, heldur var hún alveg nýtt og glæsilegt
skref í baráttu okkar við yfirstéttina, nýtt skref á hinni réttu braut
byltingasinnaðrar baráttu með kommúnistunum og undir forystu
þeirra.“ – sagði Hallgrímur í grein í Rauða fánanum í marz
1934.[8]
Guðmundur Hallgrímsson, 10 ára strákur, slóst í för með öðr-
um strákum og eltu kröfugöngu, sem í voru nokkrir tugir manna
og lagði leið sína upp á Skólavörðustíg, heim til Bjarna Benedikts-
sonar. Fyrir göngunni var Hallgrímur Hallgrímsson. Hann bar
fram erindi göngumanna og talaði af krafti blaðalaust, hafði góða
rödd, var einbeittur í tali, en þó nógu diplómatískur til að halda
sig sæmilega innan kurteisismarka. Bjarni var hinn bljúgasti, á
meðan á þessu stóð, en erindið hefur áreiðanlega verið að ræða
atvinnumálin og kaupgjaldið. Síðan var gengið heim til Jakobs
Möllers á Hólatorgi. Þar kom Baldur, sonur hans, út og sagði föð-
ur sinn ekki heima. Hallgrímur taldi þá verða að lúta því svari, og
gangan leystist upp. Bjarni og Jakob sátu þá báðir í bæjarstjórn-
inni. Auðséð var, að Hallgrímur var fyrirliði göngunnar og hafði
fulla stjórn á liðinu. Guðmundur minnist þess ekki að hafa séð
önnur þekkt andlit þarna.[9]
Þetta var líklegast önnur ganga en sú, sem Hallgrímur lýsti í
Rauða fánanum í marz 1934; – kröfugöngurnar voru margar. Ung-
ir verkamenn við Höfnina voru róttækastir og ákveðnastir, þeir
voru byltingarsinnaðir og alþjóðlegir og stoltir af því. Hvöttu for-