Strandapósturinn


Strandapósturinn - 02.01.2008, Side 43

Strandapósturinn - 02.01.2008, Side 43
43 fyrir atvinnu og brauði. Fasisminn var nauðsynlegur arðræningja- stéttinni, þegar baráttan var að komast á það stig, að hún afnæmi kúgunarskipulag arðræningjanna. Fasisminn var nauðsynlegur kúgurunum, þegar baráttan var komin á það stig, að gömlu lýð- ræðisaðferðirnar dugðu ekki lengur. Fasisminn var afleiðing harðnandi stéttarbaráttu, sagði greinarhöfundur. Gísli Sig- urbjörnsson í Ási og aðrar fasistasprautur höfðu rétt um þessar mundir stofnað nasistaflokk í Reykjavík.[7] „Hið vaxandi fylgi við hagsmunakröfur samfylkingarinnar kom í ljós um daginn, þegar við fórum kröfugönguna upp til borg- arstjóra og kröfðumst áframhaldandi og aukinna atvinnubóta. Hafið þið, félagar, gert ykkur ljóst, hverja þýðingu þessi einstæða kröfuganga hafði? Hún hafði ekki að eins þau áhrif, að bæjarráð- ið léti undan síga fyrir samfylkingu okkar og framlengdi atvinnu- bæturnar um ½ mánuð, heldur var hún alveg nýtt og glæsilegt skref í baráttu okkar við yfirstéttina, nýtt skref á hinni réttu braut byltingasinnaðrar baráttu með kommúnistunum og undir forystu þeirra.“ – sagði Hallgrímur í grein í Rauða fánanum í marz 1934.[8] Guðmundur Hallgrímsson, 10 ára strákur, slóst í för með öðr- um strákum og eltu kröfugöngu, sem í voru nokkrir tugir manna og lagði leið sína upp á Skólavörðustíg, heim til Bjarna Benedikts- sonar. Fyrir göngunni var Hallgrímur Hallgrímsson. Hann bar fram erindi göngumanna og talaði af krafti blaðalaust, hafði góða rödd, var einbeittur í tali, en þó nógu diplómatískur til að halda sig sæmilega innan kurteisismarka. Bjarni var hinn bljúgasti, á meðan á þessu stóð, en erindið hefur áreiðanlega verið að ræða atvinnumálin og kaupgjaldið. Síðan var gengið heim til Jakobs Möllers á Hólatorgi. Þar kom Baldur, sonur hans, út og sagði föð- ur sinn ekki heima. Hallgrímur taldi þá verða að lúta því svari, og gangan leystist upp. Bjarni og Jakob sátu þá báðir í bæjarstjórn- inni. Auðséð var, að Hallgrímur var fyrirliði göngunnar og hafði fulla stjórn á liðinu. Guðmundur minnist þess ekki að hafa séð önnur þekkt andlit þarna.[9] Þetta var líklegast önnur ganga en sú, sem Hallgrímur lýsti í Rauða fánanum í marz 1934; – kröfugöngurnar voru margar. Ung- ir verkamenn við Höfnina voru róttækastir og ákveðnastir, þeir voru byltingarsinnaðir og alþjóðlegir og stoltir af því. Hvöttu for-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.