Strandapósturinn - 02.01.2008, Qupperneq 54
54
dóttir, bjuggu þar um hríð, en fluttu síðar til Hólmavíkur. Magn-
ús og Stefán skáld frá Hvítadal voru hálfbræður, en móðuramma
Eymundar var Guðbjörg, dóttir Torfa Einarssonar, alþingismanns
á Kleifum í Steingrímsfirði. Eymundur ólst lengst af upp með for-
eldrum sínum á Hólmavík, en 15 ára gamall kom hann til höf-
uðborgarinnar og tók inntökupróf í Hinn almenna menntaskóla
í Reykjavík. Gagnfræðaprófi lauk hann þar á tilsettum tíma þrem-
ur árum seinna, vorið 1931, með góðum vitnisburði og settist í
lærdómsdeild. Engir af jafnöldrum Eymundar frá Ströndum
höfðu farið í langskólanám, og sjálfur var hann af fátæku fólki. Á
sumrin með skóla reri hann á trillu frá Hólmavík eða hann var á
línubáti, sem gerður var út þaðan. Bróðir hans var Tryggvi, list-
málari og teiknari Spegilsins, og hjá honum hafði Eymundur fæði
og húsaskjól fyrstu skólaárin. Eftir það bjó hann í heimavist
menntaskólans eða úti í bæ.
Sjálfum segist Eymundi svo frá[1]: „Í 4. bekk fór ég að taka þátt
í félagslífi. Við vorum ráðandi í málfundafélaginu Framtíðinni,
ég var víst scriba scholaris, samdi fundargerðir og skrifaði mikið í
Skólablaðið. Á eftir okkur komu menn, sem hugsuðu öðruvísi. Þeir
tóku við Framtíðinni og blaðinu, Birgir Kjaran, Jón Aðils, Jón
Árnason, Davíð Ólafsson, – en Gísli, bróðir Davíðs, var heldur
með okkur. Við töluðum ekki við þessa menn, þeir voru „rökheld-
ir,“ þýddi ekkert að tala við þá. Þeir höfðu sig tiltölulega lítið í
frammi, þar til við vorum farin úr skóla, létu þó heyra í sér öðru
hvoru.
Pálmi, rektor, hafði persónutöfra, hann vann kennara á sitt
band, eða þeir urðu a. m. k. hlutlausir gagnvart honum. Við fór-
um í 5. bekkjarferð til Kirkjubæjarkausturs. Pálmi var eins konar
leiðsögumaður, en Valdimar Sveinbjörnsson, leikfimikennari,
keyrði bílinn. Pálmi var ákaflega vinsæll í svona ferðum, skemmti-
legur, mikill náttúruskoðari, vísindamaður, þótt hann hefði ekki
tíma til þess að sinna því, eftir að hann varð menntaskólarektor.
Hann skrifaði vel, mjög ritfær. En í Kaupmannahöfn var hann
kommúnisti, eða taldi sig vera það. Já, maður skyldi ætla, að hann
hafi talið sig eins og milli steins og sleggju í rektorsembættinu, en
það sá ekki á honum, og það felldi mig. Ég dróttaði því að hon-
um, að hann hefði svikið samvizku sína fyrir nokkra peninga,
skrifaði þetta í Skólablaðið, og það vildu þeir ekki heyra. Ég skrif-