Strandapósturinn


Strandapósturinn - 02.01.2008, Side 61

Strandapósturinn - 02.01.2008, Side 61
61 honum málavexti. Pálmi Hannesson, rektor, féllst á gerðir frönskukennarans í málinu og sagðist myndu tala við nemand- ann. Ekki hafði það þó komizt í verk fyrir næsta frönskutíma, sem var strax morguninn eftir, en þar var Áki þó mættur. Mæltist kennarinn nú til, að Áki viki úr tíma, enda ljóst, að rektor hafði ekki enn talað við piltinn. En Áki þumbaðist við, og þá sagði nem- andinn Halldór Jónsson: „Við mótmælum þessu,“ – en frönsku- kennarinn kvað Halldór enga heimild hafa til að mótmæla, enda skyldi skjótt úr þessu skorið og fór tafarlaust á fund rektors og krafðist þess, að hann talaði við Áka. Rektor brást þegar við og kallaði Áka fyrir sig, en Páll hóf kennsluna eins og ekkert hefði í skorizt. Leiddi nú rektor Áka fyrir sjónir, hversu óréttmæt slík mótmæli væru, og lofaði Áki því, að láta slíkt ekki koma fyrir aftur af sinni hálfu og kvaðst ekki myndu hafa gert þetta, ef hann hefði ekki búizt við bekkjarsamþykkt að baki sér í þessu efni, en hún hefði legið fyrir frá því í desember síðastliðnum. Kvaðst hann heldur ekki skyldu eiga frumkvæði að því, að slík samtök yrðu gerð fram- vegis. Rektor kom nú í bekkinn og spurði nemendur, hvort sá framburður Áka Jakobssonar væri réttur, að bekkjarsamtök hefðu verið gerð fyrir því að mótmæla stílagerð í frakknesku og hvort hann hefði haft ástæðu til að halda, að sú samþykkt væri enn í gildi. Kváðu nemendur já við því hvoru tveggju. Athugaði rektor þá umrætt stílefni og taldi það í alla staði boðlegt, enda gat bekk- urinn ekki mótmælt því. Síðdegis þennan sama dag varð að samkomulagi milli rektors og Páls, frönskukennara, að rektor legði fram yfirlýsingu nem- andans, Áka Jakobssonar, í næstu kennslustund í frönsku í bekkn- um, sem vera átti mánudaginn 26. janúar og hefjast kl. 1 e. h. Þetta gerði rektor og sagði, að á þeim grundvelli væri Áka leyft að vera áfram í kennslustundum í frönsku. Aðspurður sagðist kenn- arinn sáttur við þessi málalok, en þegar rektor spurði Áka, hvort yfirlýsingin væri rétt eftir honum höfð, þá gerði Áki þá athuga- semd, að yfirlýsing sín gilti því aðeins, að ekki yrðu bekkjarsamtök um þetta, sem gengju í aðra átt. Kvaðst rektor þá í eitt skipti fyrir öll verða að krefjast yfirlýsingar frá bekknum í þessu efni og bað þá nemendur, sem vildu lofa því að gera ekki bekkjarsamþykkt gegn skriflegum æfingum í frönsku að rétta upp hönd því til
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.