Strandapósturinn


Strandapósturinn - 02.01.2008, Side 68

Strandapósturinn - 02.01.2008, Side 68
68 halda átti strax þá um morguninn kl. 11. Mun það einsdæmi í sögu Menntaskólans í Reykjavík, að sendinefnd foreldra hafi komið á kennarafund. Áður en nefndin kom á fundinn, skýrði rektor kennurum frá því, að þá um morguninn hefði komið til sín nefnd, sem kjörin hafði verið á foreldrafundi þeim, sem nem- endur hefðu boðað til daginn áður. Hafði nefndin óskað eftir því að fá að koma á fund kennara, þar sem rektor hafði tjáð nefnd- armönnum, að hann mundi ekki semja einn um málið, en þeir hins vegar ekki borið fram neinar ákveðnar tillögur. Samþykkti kennarafundurinn svo að taka á móti nefndinni, og kom hún, og var hún skipuð eins og áður sagði. Þarna skýrði Jakob Möller frá því, að það væri einlæg ósk og beiðni foreldra til kennarafundar og skólastjórnar, að reynt yrði að ráða fram úr þessum málum á þann hátt, að nemendur gætu verið áfram í skólanum. Sigurður Eggerz og Þorkell Þorkelsson tóku mjög í sama streng. Sigurður talaði um „eitrið í sálunum“ og vandræði og sorg foreldra, ef fjöldi nemenda yrði að víkja úr skóla, taldi hann slíkt hafa alvar- legar afleiðingar fyrir allt landið, og væri skóladeilan stærsta mál þjóðarinnar um þessar mundir! Var ræða hans hjartnæm að mati rektors. Þorkell Þorkelsson benti á, að mikil vandræði myndu hljótast af, ef stór hluti nemenda viki úr skóla. Rektor lýsti því yfir fyrir hönd kennarafundar, að vitanlega yrði tekið eins mikið tillit til tilmæla nefndarinnar og unt væri. Var fundi svo frestað, þar til síðdegis og unnið að sáttargerð, og beittu yfirkennararnir, Jón Ófeigsson og Þorleifur H. Bjarnason, sér fyrir því að ná fram orðalagi á samþykkt, sem allir gætu sætt sig við, bæði kennarar og nemendur. En nú er eins og rektor þætti sem hann væri að missa forræðið í deilunni, og bærinn liti svo á, að sá hefði borgið skólanum, sem átti tillöguna, er málalokin yltu á. Hóf hann því sjálfur þennan sama dag sáttaviðræður við Sölva Blöndal, inspector scholae, á grundvelli tillagna, sem komið höfðu fram á fundi Stúdentafélags Háskólans í Varðarhúsinu og áður var vikið að. Hvatti Pálmi Sölva til þess að fá 6. bekk C til þess að senda kennarafundi bréf í þeim anda. Í skólasögu MR segir síðan orðrétt[7]: „Meðan eftir þessu bréfi var beðið, fór rektor á fund kennslumálaráðherra [Jónasar Jónssonar frá Hriflu] til þess að gera honum grein fyrir málavöxt- um. Virðist rektor enn hafa talið, að 100–130 nemendur gætu
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.