Strandapósturinn - 02.01.2008, Blaðsíða 68
68
halda átti strax þá um morguninn kl. 11. Mun það einsdæmi í
sögu Menntaskólans í Reykjavík, að sendinefnd foreldra hafi
komið á kennarafund. Áður en nefndin kom á fundinn, skýrði
rektor kennurum frá því, að þá um morguninn hefði komið til
sín nefnd, sem kjörin hafði verið á foreldrafundi þeim, sem nem-
endur hefðu boðað til daginn áður. Hafði nefndin óskað eftir því
að fá að koma á fund kennara, þar sem rektor hafði tjáð nefnd-
armönnum, að hann mundi ekki semja einn um málið, en þeir
hins vegar ekki borið fram neinar ákveðnar tillögur. Samþykkti
kennarafundurinn svo að taka á móti nefndinni, og kom hún, og
var hún skipuð eins og áður sagði. Þarna skýrði Jakob Möller frá
því, að það væri einlæg ósk og beiðni foreldra til kennarafundar
og skólastjórnar, að reynt yrði að ráða fram úr þessum málum á
þann hátt, að nemendur gætu verið áfram í skólanum. Sigurður
Eggerz og Þorkell Þorkelsson tóku mjög í sama streng. Sigurður
talaði um „eitrið í sálunum“ og vandræði og sorg foreldra, ef
fjöldi nemenda yrði að víkja úr skóla, taldi hann slíkt hafa alvar-
legar afleiðingar fyrir allt landið, og væri skóladeilan stærsta mál
þjóðarinnar um þessar mundir! Var ræða hans hjartnæm að mati
rektors. Þorkell Þorkelsson benti á, að mikil vandræði myndu
hljótast af, ef stór hluti nemenda viki úr skóla. Rektor lýsti því yfir
fyrir hönd kennarafundar, að vitanlega yrði tekið eins mikið tillit
til tilmæla nefndarinnar og unt væri. Var fundi svo frestað, þar til
síðdegis og unnið að sáttargerð, og beittu yfirkennararnir, Jón
Ófeigsson og Þorleifur H. Bjarnason, sér fyrir því að ná fram
orðalagi á samþykkt, sem allir gætu sætt sig við, bæði kennarar og
nemendur.
En nú er eins og rektor þætti sem hann væri að missa forræðið
í deilunni, og bærinn liti svo á, að sá hefði borgið skólanum, sem
átti tillöguna, er málalokin yltu á. Hóf hann því sjálfur þennan
sama dag sáttaviðræður við Sölva Blöndal, inspector scholae, á
grundvelli tillagna, sem komið höfðu fram á fundi Stúdentafélags
Háskólans í Varðarhúsinu og áður var vikið að. Hvatti Pálmi Sölva
til þess að fá 6. bekk C til þess að senda kennarafundi bréf í þeim
anda. Í skólasögu MR segir síðan orðrétt[7]: „Meðan eftir þessu
bréfi var beðið, fór rektor á fund kennslumálaráðherra [Jónasar
Jónssonar frá Hriflu] til þess að gera honum grein fyrir málavöxt-
um. Virðist rektor enn hafa talið, að 100–130 nemendur gætu