Strandapósturinn


Strandapósturinn - 02.01.2008, Blaðsíða 91

Strandapósturinn - 02.01.2008, Blaðsíða 91
91 í myrkri til baka. Vorum við Guðjón leiðir að bíða komu þeirra. Eitt var þó mesta vandamálið. Komið var langt fram yfir mjalta- tíma. Ákvað þá Guðjón að reyna að mjólka kúna. Gekk það svona og svona en tókst þó. Hjónin voru glöð og ánægð með ferðina og móttökurnar og bjuggust til svefns. Daginn eftir var komið hálfvont veður, hvass norðaustan og talsverð alda og hulduúrkoma. Ekki man ég nákvæmlega hvað langt var liðið á daginn þegar við sáum bát koma siglandi frá Munaðarnesi. Á var blásandi byr og bar bátinn brátt að. Var þar kominn Guðmundur á Munaðarnesi, faðir Jóns Jens og þeirra systkina, og maður með honum. Það var Andrés á Felli. Þeir höfðu þau tíðindi að færa að Hallfríður á Felli væri að ala barn. Fæð- ingin gengi illa og ekki vitað hvort eða hvenær næðist í ljósmóður inni á Kúvíkum. Báru þeir fram við Guðbjörgu hvort hún væri fáanleg til að koma til sængurkonunnar og veita þá hjálp sem hún gæti. Þrátt fyrir aldur, vont veður og gesti var Guðbjörg ekki lengi að hugsa sig um og fór með þeim ummælum að ef hún gæti orðið að liði, með guðs hjálp, væri það sjálfsagt. Var gamla konan fljót að búa sig af stað og báturinn lagði frá landi. Ekki var viðlit að ná landi á Munaðarnesi svo þeir renndu inn fjörðinn undir Eiðið. Þaðan fór Guðbjörg gangandi til Norð- urfjarðar og þaðan að Felli. Á meðan þetta gerðist gekk fæðingin ekkert hjá Hallfríði og þótti óvænlega horfa. En með hjálp Guðbjargar fæddist barnið og tókst að lífga það við eftir langa og stranga fæðingu. Þótti það ganga kraftaverki næst. En þá er að víkja frásögninni aftur heim að Felli. Þegar Hall- fríður kenndi jóðsóttarinnar var farið af stað til að ná í ljósmóð- urina, Bettý, sem var á Kúvíkum. Var það um langan veg að fara. Þykir mér víst að sendimaður hafi farið á hesti. Veður var hvasst svo mér þykir ólíklegt að hægt hafi verið að fara á Naustvíkurkæn- unni yfir Reykjarfjörð og því orðið að fara yfir Göngumannaskörð og fyrir Reykjarfjörð. Það veit ég að ljósmóðirin og fylgdarmað- urinn koma í bakaleiðinni að Finnbogastöðum, bæði til að lofa hestunum að blása og hitt ekki síður að freista þess að fá bát á Finnbogastöðum og komast á honum yfir í Skötuvík. Ef það hefði verið fært þá stytti það leiðina héðan úr víkinni um 2/3. En svo vont var veðrið orðið að Guðmundur oddviti á Finnbogastöðum,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Strandapósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.