Strandapósturinn - 02.01.2008, Page 91
91
í myrkri til baka. Vorum við Guðjón leiðir að bíða komu þeirra.
Eitt var þó mesta vandamálið. Komið var langt fram yfir mjalta-
tíma. Ákvað þá Guðjón að reyna að mjólka kúna. Gekk það svona
og svona en tókst þó. Hjónin voru glöð og ánægð með ferðina og
móttökurnar og bjuggust til svefns.
Daginn eftir var komið hálfvont veður, hvass norðaustan og
talsverð alda og hulduúrkoma. Ekki man ég nákvæmlega hvað
langt var liðið á daginn þegar við sáum bát koma siglandi frá
Munaðarnesi. Á var blásandi byr og bar bátinn brátt að. Var þar
kominn Guðmundur á Munaðarnesi, faðir Jóns Jens og þeirra
systkina, og maður með honum. Það var Andrés á Felli. Þeir höfðu
þau tíðindi að færa að Hallfríður á Felli væri að ala barn. Fæð-
ingin gengi illa og ekki vitað hvort eða hvenær næðist í ljósmóður
inni á Kúvíkum. Báru þeir fram við Guðbjörgu hvort hún væri
fáanleg til að koma til sængurkonunnar og veita þá hjálp sem hún
gæti. Þrátt fyrir aldur, vont veður og gesti var Guðbjörg ekki lengi
að hugsa sig um og fór með þeim ummælum að ef hún gæti orðið
að liði, með guðs hjálp, væri það sjálfsagt. Var gamla konan fljót
að búa sig af stað og báturinn lagði frá landi.
Ekki var viðlit að ná landi á Munaðarnesi svo þeir renndu inn
fjörðinn undir Eiðið. Þaðan fór Guðbjörg gangandi til Norð-
urfjarðar og þaðan að Felli.
Á meðan þetta gerðist gekk fæðingin ekkert hjá Hallfríði og
þótti óvænlega horfa. En með hjálp Guðbjargar fæddist barnið og
tókst að lífga það við eftir langa og stranga fæðingu. Þótti það
ganga kraftaverki næst.
En þá er að víkja frásögninni aftur heim að Felli. Þegar Hall-
fríður kenndi jóðsóttarinnar var farið af stað til að ná í ljósmóð-
urina, Bettý, sem var á Kúvíkum. Var það um langan veg að fara.
Þykir mér víst að sendimaður hafi farið á hesti. Veður var hvasst
svo mér þykir ólíklegt að hægt hafi verið að fara á Naustvíkurkæn-
unni yfir Reykjarfjörð og því orðið að fara yfir Göngumannaskörð
og fyrir Reykjarfjörð. Það veit ég að ljósmóðirin og fylgdarmað-
urinn koma í bakaleiðinni að Finnbogastöðum, bæði til að lofa
hestunum að blása og hitt ekki síður að freista þess að fá bát á
Finnbogastöðum og komast á honum yfir í Skötuvík. Ef það hefði
verið fært þá stytti það leiðina héðan úr víkinni um 2/3. En svo
vont var veðrið orðið að Guðmundur oddviti á Finnbogastöðum,