Strandapósturinn - 02.01.2008, Blaðsíða 116
116
Fagnandi hún greiddi oft götu ferðamanns
og ekki gleymdi’ hún heldur hundinum hans
og ekki gleymdi hún neinu til að gæða okkur á.
Upp á loft að labba, langaði okkur þá,
uppi á lofti kona var gömul og góð.
Guðrún móðir Stefáns sem orti Erluljóð
Guðrún móðir Sigurjóns sem sagði ég áður frá,
góðar voru stundirnar að stansa henni hjá.
Góðar voru stundirnar en tíminn tifar ótt,
dagur leið að kvöldi og komin bráðum nótt.
Dagur leið að kvöldi, kvöddum við þær svo
líka hann Guðmund sem þvottinn var að þvo.
Líka hann Guðmund sem trúr og tryggur var,
nú voru komin ljósin í húsin hér og þar.
Nú voru komin ljósin og lýsti vel af þeim,
þá fórum við að undirbúa ferð okkar heim.
Þá fórum við að huga að hestum okkar skjótt,
teyma þá út úr hesthúsinu og tygja okkur fljótt
Teyma þá út úr hesthúsinu og taka svo allt með sér,
Heiða rétti svipuna í hendurnar á mér,
Heiða rétti svipuna, svo fór hún til sín inn,
mamma sté þá strax í söðulinn sinn,
Mamma sté í söðulinn, í hnakkana hin og ég,
upp með Norðurfjörunni fundum við okkar veg.
Upp Norðurfjöruna og út fyrir Klifið hátt,
nú urðu hestarnir svo heimfúsir brátt.
Nú urðu hestar heimfúsir og sprett úr spori var,
hægðum við þó ferðina hér og þar.
Hægðum við þó ferðina að hliðinu komum senn,
þó áfram héldi samferðafólkið okkar enn.
Þó áfram héldi fólkið, allir kvöddust þar.
Teymdum við nú hestana upp túnbrekkurnar.
Teymdum við þá á eftir okkur, út kom pabbi þá,
systkini mín líka, það var sjón að sjá.
Systkini mín líka, svo fórum við inn,
gott var nú að koma í góða bæinn sinn.
Gott var þeim að heilsa öllum og heima er alltaf best.
Þessa sömu söguna segjum við nú flest.