Strandapósturinn - 02.01.2008, Qupperneq 52
52
Sigurbjönssyni 100 kr. í skaðabætur.[12] Til samanburðar minnti
Verklýðsblaðið á, að Árni Björn Björnsson, gullsmiður, hafði gefið
Svafari Guðmundssyni, formanni gjaldeyrisnefndar, kjaftshögg
inni á Hótel Borg í hefndarskyni fyrir að hafa neitað Árna um inn-
flutningsleyfi og fengið 50 kr. sekt fyrir. Og fasistabullurnar, sem
réðust á stúdentana þrjá, Höskuld Dungal, Ketil Gíslason og Hjört
Halldórsson, höfðu enn ekki verið dæmdar eftir hálfan mánuð.
Það var umhugsunarefni, sagði blaðið.[12] Lokaorðin voru þessi:
„Fangelsisdómurinn yfir Ívari Sigurbjörnssyni er ekkert annað en
ósvífin ógnun af hendi yfirstéttar-„réttvísinnar“ við verkalýðinn,
sem ekki vill beygja sig þegjandi fyrir hungursvipu auðvaldsins.
Hver einasti stéttvís verkamaður veit, að það var á samfylking-
arfundinum [við Kalkofnsveg] ekkert annað að gera til þess að
verja fundarfriðinn fyrir uppivöðslu fasistaskrílsins en að láta
Sumarið 1930, séð yfir miðbæ Reykjavíkur og hluta hafnarinnar frá Arn-
arhóli. Nýbúið er að slá túnið og raka heyinu saman í litlar hrúgur.
Siemsenhús við Hafnarstræti lengst til vinstri en sérkennilega lagaða
húsið aftan við það, við hliðina á litlu Vörubílastöðinni, er Nordals-
íshús, en þar var fyrsta kjötbúð Reykvíkinga. Bárujárnsskemman fyrir
miðri mynd er Verkamannaskýlið svokallaða, en hægra megin við það
Varðarhúsið, þar voru höfuðstöðvar Sjálfstæðisflokksins um tíma. Við
Miðbakka liggja kaupskip Eimskipafélagsins, en við Faxagarð, aftan við
kolabingina til hægri, liggur danskt varðskip, sennilega Fylla. Lengst til
hægri má greina í Kolakranann. Ljósmyndari: Magnús Ólafsson.