Strandapósturinn - 02.01.2008, Qupperneq 38
38
gott gagnfræðapróf að norðan. Hann fór á flokksskóla í Moskvu
og gerðist baráttumaður verkalýðsins. Hafnarstræti 18 (uppi) var
sameiginlegur staður þeirra allra; þar var Rauði fáninn gefinn út,
málgagn ungra kommúnista, og Hafnarblaðið, blað kommúnista
við Höfnina, og Áki, Hallgrímur og Eymundur unnu við blöðin;
Eymundur bjó í herbergi við hliðina á skrifstofunni. Í eftirfarandi
grein er margbrotinni frásögn leyft að líða áfram, og í lokin kann
lesandinn að spyrja: „Var þetta það, sem gerðist? Og gat þetta allt
gleymzt?“
Atvinnuleysi
Á þriðja áratugnum höfðu nokkrir tugir manna alltaf gengið
atvinnulausir í Reykjavík á veturna, en veturinn 1930–1931 voru
skyndilega hundruð verkamanna án vinnu.[1] Kreppan var skollin
á, og hún var viðvarandi ástand næsta áratuginn. Atvinnuleysi
hafnarverkamanna á kreppuárunum í Reykjavík hefur Halldór
Pétursson lýst[2]: „Veturinn er genginn í garð, en vinna er lítil og
stopul. Maður, sem hyggur á handtak, verður helzt að fara ofan
kl. 5 að morgni, annars getur hann sjálfum sér um kennt, að hann
hafi misst af einhverju. Hann verður í hvaða veðri sem er að vera
búinn að ganga meðfram allri höfninni, áður en vinna hefst og
kanna alla möguleika, taka síðan stöðu, þar sem hann telur sér
helzt von. Að sjálfsögðu þurfa menn að þekkja hvern dall, eig-
anda hans og verkstjóra, því sumir fá vinnu á einum stað frekar en
öðrum. Jafnvel þó hvergi sé handtak að sjá, mega menn ekki
hverfa frá, alltaf getur eitthvað hrokkið til á síðustu stundu. Það
getur einhver komið inn á Verkamannaskýlið, sem vanalega er
bara kallað Skýlið, og vantað mann 1–2 tíma, og hver veit, hver
það hreppir ... Við vissum alveg upp á hár, þegar pólitíkin var
með í spilinu, það var sérstakt merki, sem sýndi það. Þeir, sem
fengu vinnu, unnu að jöfnu meira hjá einum verkstjóranum en
öðrum, eftir því sem kaupin gerðust á Eyrinni. Jón, vinur minn,
sagði mér eftirfarandi sögu: „Ég hafði oft reytingsvinnnu hjá Bergi
verkstjóra. Dag einn kem ég til Bergs, og þá hafði hann 2 togara
undir. Ég hélt mig að Bergi, en honum virtist sjást yfir mig. Getur
verið, að hann hafi ekki komið auga á mig, og til frekari trygging-
ar ryð ég mér braut að honum, en árangurslaust, Bergur horfði
enn yfir mig. Þá skildi ég strax, hvað klukkan sló og kom þar aldrei