Strandapósturinn


Strandapósturinn - 02.01.2008, Side 38

Strandapósturinn - 02.01.2008, Side 38
38 gott gagnfræðapróf að norðan. Hann fór á flokksskóla í Moskvu og gerðist baráttumaður verkalýðsins. Hafnarstræti 18 (uppi) var sameiginlegur staður þeirra allra; þar var Rauði fáninn gefinn út, málgagn ungra kommúnista, og Hafnarblaðið, blað kommúnista við Höfnina, og Áki, Hallgrímur og Eymundur unnu við blöðin; Eymundur bjó í herbergi við hliðina á skrifstofunni. Í eftirfarandi grein er margbrotinni frásögn leyft að líða áfram, og í lokin kann lesandinn að spyrja: „Var þetta það, sem gerðist? Og gat þetta allt gleymzt?“ Atvinnuleysi Á þriðja áratugnum höfðu nokkrir tugir manna alltaf gengið atvinnulausir í Reykjavík á veturna, en veturinn 1930–1931 voru skyndilega hundruð verkamanna án vinnu.[1] Kreppan var skollin á, og hún var viðvarandi ástand næsta áratuginn. Atvinnuleysi hafnarverkamanna á kreppuárunum í Reykjavík hefur Halldór Pétursson lýst[2]: „Veturinn er genginn í garð, en vinna er lítil og stopul. Maður, sem hyggur á handtak, verður helzt að fara ofan kl. 5 að morgni, annars getur hann sjálfum sér um kennt, að hann hafi misst af einhverju. Hann verður í hvaða veðri sem er að vera búinn að ganga meðfram allri höfninni, áður en vinna hefst og kanna alla möguleika, taka síðan stöðu, þar sem hann telur sér helzt von. Að sjálfsögðu þurfa menn að þekkja hvern dall, eig- anda hans og verkstjóra, því sumir fá vinnu á einum stað frekar en öðrum. Jafnvel þó hvergi sé handtak að sjá, mega menn ekki hverfa frá, alltaf getur eitthvað hrokkið til á síðustu stundu. Það getur einhver komið inn á Verkamannaskýlið, sem vanalega er bara kallað Skýlið, og vantað mann 1–2 tíma, og hver veit, hver það hreppir ... Við vissum alveg upp á hár, þegar pólitíkin var með í spilinu, það var sérstakt merki, sem sýndi það. Þeir, sem fengu vinnu, unnu að jöfnu meira hjá einum verkstjóranum en öðrum, eftir því sem kaupin gerðust á Eyrinni. Jón, vinur minn, sagði mér eftirfarandi sögu: „Ég hafði oft reytingsvinnnu hjá Bergi verkstjóra. Dag einn kem ég til Bergs, og þá hafði hann 2 togara undir. Ég hélt mig að Bergi, en honum virtist sjást yfir mig. Getur verið, að hann hafi ekki komið auga á mig, og til frekari trygging- ar ryð ég mér braut að honum, en árangurslaust, Bergur horfði enn yfir mig. Þá skildi ég strax, hvað klukkan sló og kom þar aldrei
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.