Strandapósturinn - 02.01.2008, Qupperneq 51
51
aði og krafðist atvinnubótavinnu af bæjarstjórninni og mótmælti
stofnun ríkislögreglunnar, en stofnun hennar var til umræðu í
þinginu. En þótt Stefán talaði vel, heyrðist lítið til hans vegna
söngs og annars hávaða frá piltum, sem stóðu uppá kolabing
þarna rétt hjá og hrópuðu, „Niður með verkalýðinn!“ Þessir óláta-
seggir voru varaðir við, en létu ekki segjast, og réðst þá hópur
verkamanna með félaga úr V.V. í broddi fylkingar upp á kolabing-
inn og ráku þá, sem þar voru, niður af bingnum. Heimdallur skýrði
frá því, sem næst gerðist. Þorbjörn Jóhannesson í kjötbúðinni
Borg var einn af fremstu mönnum þjóðernissinna þarna uppi á
bingnum, og réðst Einar Olgeirsson að honum, en þá fékk Einar
mikið högg framan á sig og lenti í hópi smádrengja, sem stóðu
fyrir neðan. Hópuðust þá kommúnistar að Þorbirni og hugðust
leika hann grátt, og kommúnistastelpur hentu kolamolum í Þor-
björn. Þegar Stefán var að tala, hafði Gísla Sigurbjörnsson borið
að. Hann hafði verið suður í Hafnarfirði og komið þaðan með
„fjögur bíl.“ Hugðist Gísli stilla til friðar og fá sína menn til þess
að hætta ólátum og lofa kommúnistum að hafa fundarfrið, en
áður en það tækist, réðst að honum kommúnisti og greiddi hon-
um slíkt högg á hægra auga, að hann féll við. Var Gísli borinn inn
í Varðarhúsið, og síðan var farið með hann til Ólafs Þorsteinsson-
ar, læknis í Kirkjubrú. Komu brátt þrír augnlæknar, Guðmundur
Guðfinnsson, Kjartan Ólafsson og Bergsveinn Ólafsson. Blætt
hafði inn á augað og sjónhimna rispast. Við fall Gísla stilltust
menn, enda bar lögregluþjóna þá að.[10,11]
Kommúnistinn, sem sló Gísla niður, var Jörgen Ívar Sigurbjörns-
son, sá sami og skolað hafði niður saltinu í verkfallinu í Garna-
stöðinni í desember 1930. Eymundur var í liðinu, sem réðst upp
á kolabinginn. Hann minnir, að Ívar hafi kastað kolamola í Gísla
með þessum afleiðingum, sem hér er lýst, en aðrir segja, að Ívar
hafi slegið Gísla niður með hnefahöggi. Ívar og Eymundur voru
báðir í Hafnarsellunni. Kommúnistar héldu uppi kröfugöngum
og fundarhöldum fram eftir degi þennan dag og voru áreittir
áfram af nasistum. Sagt var, að fjöldi verkamanna hafi gengið í
Varnarliðið eftir þennan atburð.
Ívar var kallaður fyrir rétt daginn eftir, og þegar á þriðjudegi,
tveimur dögum eftir slaginn á bingnum, hafði Hermann Jónasson
dæmt hann í 12 daga skilorðsbundið fangelsi og til að greiða Gísla