Strandapósturinn - 02.01.2008, Síða 46
46
eða Tjúa, ég þekkti hann bara
undir nafninu félagi Tjúi, ekki
sem Guðbjörn E. Ingvarsson.
En þú segir, að Tjúi og Þor-
steinn Pjetursson hafi verið
ábyrgðarmenn Hafnarblaðsins
um tíma.“[10] Aðrir þá búsettir í
Hafnarstræti 18, skv. manntali,
voru Kristín Jónsdóttir, verka-
kona, Sverrir Jóhannesson og
Eyjólfur Þorsteinsson, trésmíða-
lærlingar, Sverrir Halldórsson,
gullsmíðanemi, Ragnhildur
Runólfsdóttir, hún var við verzl-
un, Ragnar P. Leví, kaupmað-
ur, og Ólafur Friðriksson, rit-
stjóri, er einnig skráður þarna,
en ekki man Eymundur eftir
honum. „Einu sinni á jólum, það hlýtur að hafa verið 1932 frekar
en 1933, þá mætti Hallgrímur í druslulegasta verkamannagall-
anum, sem hann hafði getað fundið, slitnum samfestingi, bláum
að sjálfsögðu, ekki óhreinum og ekki götóttum, þá var til siðs að
stoppa í götin, en þetta þótti óþarflega langt gengið. Siðameistari
við borðhaldið var Einar Þorkelsson, hann sagði okkur, hvernig
ætti að skera kjötið ... og Hallgrímur var að mótmæla jólunum,
mótmæla kristnihaldinu, hann var últraróttækur og breytti í verki
eins og hann talaði, það var enginn munur á því, algerlega ósér-
hlífinn, allt fyrir hreyfinguna, málstaðinn.“[10]
„Hallgrímur talaði ekki um dvöl sína í Moskvu, en þar hafði
hann verið á skóla árið áður ásamt Helga Guðlaugssyni og Gísla
Indriðasyni og fleirum. Áki og Hallgrímur voru góðir félagar,
báðir að norðan, frá Húsavík. En Haukur Björnsson var þá að
mestu farinn úr ungliðahreyfingunni, hann hafði ritstýrt Rauða
fánanum á undan Áka.
Hafnarblaðið lá frammi í Verkamannaskýlinu (Skýlinu) við
Tryggvagötu. Þar var hægt að fá sér kaffi og með því. Bærinn reisti
Skýlið 1923, og hjónin Guðmundur Magnússon og Sigríður
Helgadóttir ráku það og bjuggu þar með 8 manna fjölskyldu í