Strandapósturinn


Strandapósturinn - 02.01.2008, Side 93

Strandapósturinn - 02.01.2008, Side 93
93 undanþiggja þá þeim skyldum og réttindum, sem starfsemi þess- ari fylgja.“ Ekki var skjótt við brugðið að verða við þessum lagafyrirmæl- um, eða nýmælum, og var engin kynbótanefnd kosin hér í Árnes- hreppi. En ýmsir höfðu þó hug á að verða við þessu kalli um kyn- bætur á kúastofninum enda ekki vanþörf á. Kýr voru ekki nema ein eða mest tvær á heimili, en yfirleitt margt fólk í heimili og fram að færa. Var þetta mál eitthvað rætt af stjórn búnaðarfélags- ins. Einnig ýtti Guðmundur Þ. Guðmundsson, skólastjóri, undir þessa hugmynd, enda var hann sérlega félagslyndur og umbóta- sinnaður, svo sem hann átti kyn til. Það sem þó sérstaklega jók áhuga fyrir framtakssemi, var að Gísli Guðlaugsson á Steinstúni átti sérlega álitlegan nautkálf, steingráan að lit. Þau hjónin Gísli og Gíslína Valgeirsdóttir tóku við búi á Steinstúni 1927 eða 1928. Þá fengu þau úr búi Ingibjargar móður Gísla, svarthuppótta kú með hvítri stjörnu í enni. Sú kýr var sérlega væn og nythá. Gerðu þá ungu hjónin það sem aðrir höfðu ekki gert, að þau héldu mjólkurskýrslu yfir nyt kýrinnar allt árið. Reyndist þá ársnyt henn- ar yfir 4000 lítrar. Þótti það einstakt. Veturinn 1928 eignaðist þessi nytháa kýr bolakálfinn sem fyrr getur. Var hann alinn og þótti sérlega efnilegur og fallegur gripur. Þótti þá mörgum illt í efni ef farga þyrfti svo fallegum bola. En Gísli treysti sér ekki til að halda hann, sem ekki var von. Mig minnir að Páll Zóphaníasson kæmi hér vorið 1930, í júní, á sýningarferð. Skoðaði hann þá bæði kúna og bolann og leist vel á þau. En þar sem engar fullnægjandi skýrslur lágu fyrir um afurðasemi og annað, umfram þessa mæl- ingu á nyt kýrinnar, var ekki hægt að dæma þeim verðlaun í sam- ræmi við það sem útlit þeirra benti til. En Páll hvatti eindregið til að kálfurinn yrði ekki drepinn, heldur notaður og þá á þann veg sem áðurnefnd lög gerðu ráð fyrir. Farið hafa einhver bréfaskipti fram um þetta mál milli Guðmundar P. Valgeirssonar og Páls Zóphaníassonar. Hvernig þetta var í smærri atriðum er nú gleymt. En þann 31. ágúst 1930 er haldinn stofnfundur Nautgriparækt- arfélags Árneshrepps í samkomuhúsi hreppsins að Árnesi, að undangengnu fundarboði. Guðmundur Þ. hefur fyrstur verið í forsvari fyrir þessu því hann setur fundinn. Stingur hann upp á Guðmundi P. Valgeirssyni sem fundarstjóra og var það samþykkt, en Guðmundur Þ. skrifar fundargerðina. Á fundinum voru mætt-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.