Strandapósturinn


Strandapósturinn - 02.01.2008, Síða 77

Strandapósturinn - 02.01.2008, Síða 77
77 skólans.“[13] Já, einkunnir þessa skólapilts voru sannarlega góðar nema í stærðfræði. Sá Sigurbjörn, sem hér er nefndur, er Einarsson og varð síðar biskup yfir Íslandi. Skyldi kennslumálaráðherrann, séra Þorsteinn Briem, hafa kynnt sér svona rækilega sögu Eymundar Magnússon- ar eins og fyrirrennari hans í þessu embætti, Jónas Jónsson, gerði um áðurnefndan pilt og hér var lýst. Hefði séra Þorsteinn gert það, þá hefði hann kynnzt sögu annars fátæks skólapilts, af Strönd- um, sem nýlega hafði misst föður sinn og var kominn fast að stúd- entsprófi eftir tilskilið 6 ára nám við skólann, sögu nemanda, sem aldrei hafði tafizt í námi og hafði ekki brotið af sér, fyrr en nú, ef hans opinskáu skrif töldust þá brot. Hefði ráðherra ekki mátt ger- ast sáttasemjari í málinu í stað þess að daufheyrast? Sigurður Guðmundsson skrifaði í Rauða fánann strax í marz grein um málið.[14] Hann taldi brottreksturinn ekki hafa verið gerðan vegna umhyggju fyrir mannorði Pálma rektors, það hafi verið fyrirsláttur. Þetta væru ofsóknir gegn róttækum verkalýðs- sinnum í skólanum, og þarna væru þær látnar bitna á fátækum kommúnistískum nemanda, og rektor lét nota sig sem verkfæri í þjónustu slíkrar árásar. Ekki vitum við nú nákvæmlega, hvenær þetta eintak Rauða fánans kom út, en hafi það komið út í marz 1934 eins og blaðið er merkt, þá hefur Sigurður með þessum skrifum brotið reglugerð skólans um pólitísk afskipti nemenda „út á við“ og átt sjálfur brottrekstur yfir höfði sér eins og Ásgeir Blöndal Magnússon á Akureyri haustið 1930. En hér má hafa komið til bjargar, að fáir sáu Rauða fánann, og kennurum mennta- skólans hafi því ekki verið kunnugt um skrifin eða þeir búnir að fá nóg af brottrekstri í bili.3) Í skýrslum Menntaskólans stendur 3) Spyrja má, hvort nemandinn, Eymundur Magnússon, hafi þegar staðizt stúdents- próf, þ. e. á vetrareinkunninni einni saman. Komið var fast að upplestararfríi til stúd- entsprófs og þar með að gjöf vetrareinkunna. Vetrareinkunn og prófseinkunn gilda jafnt á stúdentsprófi, og sú aðaleinkunn, sem gefin er, er meðaltal þessara einkunna tveggja. Taki nemandi hins vegar stúdentspróf utanskóla, gildir prófseinkunn ein- göngu, og nemandinn stenzt prófið, ef hann hlýtur tilskilið lágmark í einstökum próf- fögum og aðaleinkunn. En gildir það sama um vetrareinkunn? Hafi nemandi hlotið þar tilskilið lágmark í einstökum próffögum og aðaleinkunn, hefur hann þá staðizt prófið? – og hafði Eymundur þá ekki þegar gert það um miðjan marz 1934, rétt fyrir upplestrarfríið til stúdentsprófs? Því verður ekki svarað, því vetrareinkunnir hans finn- ast ekki hjá skólanum frá þessum tíma eða þær voru aldrei gefnar. Aðeins í bókfærslu lá fyrir, að prófi væri lokið; bókfærslu var lokið, áður en komið var í 6. bekk, og það próf hafði Eymundur staðizt með prýði.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Strandapósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.