Saga - 2017, Blaðsíða 193
Síðasti hluti bókarinnar er að miklu leyti ágrip ritsmíða Jóns, þar sem
eru Ármanns rímur (477–488), Áradalsóður (567–572) og annar kveðskapur
(459–462, 527–538) en í óbundnu máli skýringar við Snorra-Eddu (502–521),
Tíðfordríf (539–566), Íslands náttúrur (575–593), Grasanáttúrur (604–609) og
veraldarsaga Hermanns Fabroniusar, þýdd árið 1647 (610–620). Hér víkur
Viðar að óskipulegri, ómarkvissri og ruglingslegri framsetningu Jóns (519,
543), auk þess hann talar um „brotakennd fræðaskrif“ (568), og hefði mátt
taka meira mið af því mati þegar hann svo nánast jafnar Jóni við helstu
heimspekinga samtímans og lætur hann smíða „sína eigin guðsmynd“ (637)
sem minni „kannski á hinn viljalausa Guð Spinoza“ (650). Þetta tengist ærið
upphafinni náttúrusýn sem Viðar eignar Jóni og stefnir gegn röngum hug-
myndum í nútímanum: „Maðurinn var hluti af náttúrunni og menn, dýr,
grös og steinar bjuggu yfir mismunandi náttúrum, góðum eða slæmum.
Síðar varð náttúran hlutgert viðfang fyrir skoðun, athafnir og drottnun
mannsins“ (20). Samhliða upplýsingu, kapítalisma og iðnbyltingu varð nátt-
úran „smátt og smátt að hlutgerðu viðfangsefni“ (25) en vísindamenn „lífs
og merkingar“ á okkar dögum séu þó „að átta sig á því að náttúran sem
maðurinn tilheyrir er samvirk heild eins og risavaxin hljómkviða“ (111). Jóni
eru ætlaðar hugsanir af þessu tagi enda voru ekki í hugarheimi hans „skil
milli hins áþreifanlega umhverfis og handanheimsins, heldur fléttaðist allt
saman“ (140) og heimur hans „var enn heill og aðgreining ekki hafin“ (197)
„og þannig var öll tilveran samtengd með leyndum þráðum í eina heild þar
sem hið stóra endurspeglaðist í hinu smáa“ (267). Jón og samtímamönnum
hans er eignuð „heildarhyggja sem bjó yfir fjölbreyttum merkingarheimi og
fól í sér allt annan skilning á veruleikann en síðar varð“ (285), heldur giltu
þar „hin djúpstæðu tengsl og samhengi allra fyrirbæra“ (554). Hér gefur
Viðar sér forsendur og fellur í gryfju sem hann varar sjálfur við, nefnilega
þá að eigna Jóni nútímalegar hugsanir. Bókin hefur það yfirskipaða mark -
mið „að rjúfa ríkjandi tilhneigingu til að draga upp smættandi myndir af
fortíðinni. Viðteknar hugmyndir nútímans geta komið í veg fyrir skilning á
hugsun og hugmyndum fyrri tíma“ (657–658). Með því vill Viðar leysa Jón
lærða undan ámæli höfunda frá 17., 18. og 19. öld um hjátrú og hindurvitni,
og gerir það með glæsibrag, en pakkar honum aftur inn í hugmyndir
nútímans um náttúruvernd: „Aðstæður æpa á djúpstæða endurskoðun allra
hugmynda og lífshátta, að litið verði á náttúruna sem lykjandi það líf sem
maðurinn er hluti af í stað hlutgervingar og gjörnýtingar“ (661).
Hugsanir Jóns voru ekki svo háleitar, þótt hann vissulega hafi litið svo
á að steinar væru lifandi og tímguðust (314) eða talið að ólíklegustu andar
væru úti um allt. Fjöldi magnaðra setninga sýnir að skilningur Jóns var öllu
nærtækari og jarðbundnari, þær bestu um sæbjúga sem hann rannsakaði á
Bessastöðum og kallaði brimbút: „Þessi sjófarormur, litur sem ánumaðkur
hjá oss á landi, myndar sig á sjö vegu, og færir sjö lága hnúða úr höfði út, so
sem fyrir hornum, so sem þá brekku snigill hann inn dregur horn sín … En
ritdómar 191
Saga vor 2017.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 18.5.2017 11:01 Page 191